Heimilisritið - 01.10.1947, Síða 6
og brún augu stingur blýantinum
aftan við eyrað, truflar hún ein-
beitingu hins aðilans, sem situr við
borðið sitt og reynir að hugsa“.
Lydía gretti sig og skrifaði síð-
an allt niðui'. Enginn hefði getað
lá'tið sér koma til hugar, að hjarta
hennar bærðist öðruvísi en endra-
nær. „Nokkuð fleira, Jeliffe höf-
uðsmaður?“ spurði hún hæversk-
lega.
,,Vissulega“ sagði hann settlega.
„Þetta næsta orðist sem spurning:
Hver var stóri, ljóshærði náung-
inn, sem fór með ungfrú Lydíu
Barton á dansleik í gærkvöldi?“
„Sáuð þér okkur?“ spurði hún
undrandi.
Hann glotti. „Ég sá ykkur fara
inn í bíl. Þér voruð hvítklædd og
höfðuð eitthvað glitrandi í hárinu“.
Hún skrifaði þetta allt niður, og
hann gat ekki vitað að hönd henn-
ar skalf.
„Nokkuð fleira?“ spurði hún
glaðlega. Ilún gat ekki látið sér
detta nein önnur orð í hug. Bill
hafði oft verið stríðinn, en aldrei
jafn persónulega og nú.
„Aðeins eitt ennþá“, sagði hann
hátíðlega. „Ungi maðurin virtist
bæði áreiðanlegur og tryggur.
Hann virtist líka ha'fa í huga að
kyssa yður í bílnum“.
Ef til vill var Bill að reyna að
særa hana. Hún vissi það ekki. Og
Larry liafði ekki reynt að kyssa
hana. Hann hafði bara setzt upp í
bílinn vesældarlegur á svip. Og
svo hafði hann sagt eftir stundar-
þögn. „Fyrst þú vilt ekki giftast
mér, Lydía — er það þá vegna ein-
hvers annars manns?“
Hún hafði flýtt sér að segja:
„Nei, nei, Larry“. Því það er ekki
hægt að segja, að það sé „einhver
annar maður“, eftir jafn óverulega
viðkynningu. Bill Jeliffe fór afar
víða. Hann var eftirsóttur í Was-
hington. En hann hafði aldnei boð-
ið henni neitt með sér. Aldrei á
dansleiki eða til kvöldverðar.
Kunningsskapur þeirra var allur
eftir þessu — hálf-ertnislegt við-
mót, þegar starfinu sleppti. Það
kjánalegasta og ótrúlegasta, sem
hana liafði hent, var að elska hann.
„Hann virtist líka langa til að
>eiga yður“, hélt Bill áfram. „Og ég
myndi segja, svona hinsvegar, að
hann yrði prýðilegur eiginmaður.
Eða skjátlast mér?“
„Nei, þetta er alveg rétt“, sagði
'hún einbeittlega. „A ég að skrifa
þetta niður, Jeliffe höfuðsmaður?“
Hann glotti og virtist skammast
sín lítið eitt. „Eg bið afsökunar,
Lydía, en ég komst ekki hjá því
að sjá yður í gærkvöldi. Þessi heim-
ur getur verið dálítið ótryggur
staður, og þér virtust örugg í fylgd
þessa unga manns. Svo að ef ham-
ingjuóskir eru viðeigandi, vil ég
færa yður mínar“.
Nú skildi hún allt í einu hvað
hann fór. Bill var Ijóst, að hún
4
HEIMILISRITIÐ