Heimilisritið - 01.10.1947, Side 8

Heimilisritið - 01.10.1947, Side 8
Hún hafði lagt úraumana á hill- una og tekið ákvörðun. En ennþá brosti hann j^afnunglingslega og áð- ur, og augun voru dökk og þreytu- leg, og í þeim var oft skuggi af áhyggjum og raunum. ..Aðalvandamál okkar nú“, sagði hún, „verður að finna íbúð í Was- hington". ..Ég held það viti á, að þér verð- ið með röndótta svuntu“, tautaði hann, ..og matreiðið allskonar rétti, sem ekki eru skammtaðir. Hvernig lita svuntu? Bláa og hvíta?“ , Hvað mvnduð þér álíta bezt?“ spurði hún og varð æ reiðari. ,.Ég er viss um. að þér hafið ágætan smekk fyrir svuntum". í þessu 'bili hrinedi síminn — til allrar hamingju. Bill teygði sig eft- ir honum og velti um öskubakka. Hann var klunnalegur með hönd- um og fótum, en frámunalega skarpur og lipur í höfðinu. Ilefði síminn ekki komið henni til hjálp- ar, hefði hún ef til vill sagt þau bituryrði, sem henni voru efst í huga, en voru þó ekki jafnátakan- leg og þögnin. Bill anzaði í símann. „Hver? Frú Elliot? Sjálfsagt, með ánægju. Seg- ið henni að koma. Hann lagði frá sér símtólið og augu.hans urðu á ný dul og dapurleg. „Viðkvæmt er- indi“, sagði hann, „Eitt af þessum, sem ekki er hægt að neita. Ilún virðist hafa heyrt, að ég fari til Indlands í náinni framtíð. iMaður- inn hennar dvelur þar. og hefur aldrei séð son sinn. Það lítur út fyrir að frú Elliot álíti, að ef ég skoði barnið og lýsi því fyrir föð- urnum sé það töluverð bót í máli“. „Það virðist nokkuð hæpið“, sagði Lydía dauflega. Henni fannst það raunar ekki skipta miklu máli. Hún gat ekki öðlazt áhuga á frú Elliot, barni hennar, eða manni í Indlandi — ekki meðan þessi und- arlega, umsnúna móðgun hljómaði í eyrum hennar: „Ef hamingjuósk- ir eru viðeigandi“, hafði hann sagt og látið hana finna ónotalega til þess, hvar hún stóð. Hún þráði næstum hina öruggu tilbeiðslu Larrys. Bill stóð upp, er dyrnar opnuð- ust. Þau urðu bæði forviða, þegar stúlkan gekk inn. Hún var svo ör- ugg og eðlileg í framkomu. Hún var smekklega klædd, og litli drengurinn var í bláum og rauðum snjófötum. Lydía gat næstum heyrt Bill varpa öndinni léttar. Þrátt fyrir kuldalegt viðmót var hann und- arlega viðkvæmur gagnvart konum og börnum. Hann rétti fram hönd- ina og sagði hjartanlega: „Jæja, frú Elliot, það gleður mig að sjá yður. Ég skal sannarlega heimsækja manninn yðar ef ég skyldi koma til Indlands“. Stúlkan brosti innilega. „Hann heitir Dick Fleming Elliot, ég heiti Jóhanna og þetta er Dicki. Heils- 6 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.