Heimilisritið - 01.10.1947, Qupperneq 9
aðu Jeliffe höfuðsmanni, elskan“.
Litli drengurinn neitaði. Hann
kastaði vettlingunum sínum á gólf-
ið og dansaði í hring.
Stúlkan hló. „Þér getið sagt
Dick, að hegðun sonar hans sé ekki
til fyrirmyndar. Segið honum að
eplið falli ekki langt frá eikinni!“
Bill hló. „Lydía, gjörið svo vel
að skrifa niður ágrip af þessu fyrir
mig. Ég vil ógjarnan gleyma
nokkru af því“.
Lydía kinkaði kolli. ILún skrif-
aði: „Eplið fellur ekki langt frá
eikinni, vildi ekki heilsa; kastaði
vettlingum á gólfið“.
Jóhanna virtist ekki láta þetta
á sig fá. Hún sagði, dálítið alvar-
legri: „Dick var embættismaður í
Síam, og ég var látin fara heim áð-
ur en Dicki fæddist. Svo, þegar við
ætluðum til hans aftur, var styrj-
öldin að hefjast og við fengum ekki
að fara. Skömmu síðar var Dick
fluttur til Indlands“. Hún sagði
heimilisfang hans og Lydía skrif-
aði niður. Dicki uppgötvaði ösku-
bakka og kastaði honum umsvifa-
laust í bréfakörfu úr málmi svo
söng í.
Bill brosti. „Skrifið niður, Lydía,
að honum falli hávaði vel í geð“.
Jóhanna sagði: „Ég ætla að
klæða hann úr snjófötunum svo
þér getið séð vöðvana á honum“.
Það var ekki auðvelt vierk að
færa drenginn úr snjófötunum.
Dicki velti sér á gólfinu og spark-
aði fótunum upp í loftið. Hvorugt
þeirra virtist taka sér þetta nærri.
Lydía uppgötvaði allt í einu, sem
hún skildi ekki vel, að Jóhanna
virtist vera hamingjusöm — ekki
einmana eða áhyggjufull.
Lydía sagði, þegar drengurinn
var kominn úr útifötunum í bláu
prjónafötin sín: „Hann er sannar-
lega hraustlegur og sterkur“.
„Já, það er satt!“ samsinnti Jó-
hanna ánægjulega.
Iíún leiddi drenginn í loftköst-
um að skrifborðinu. Bödd hennar
varð snöggvast lítið eitt óstöðug.
„Ég hef auðvitað sent myndir,
margar. Og lýsingar; en ég hugsaði,
að ef þér sæuð Diek sjálfan og
segðuð honum frá öllu saman, væri
það allt öðru máli að gegna. Segið
honum frá vöðvunum. Dicki,
sýndu manninum vöðvana“.
Drengurinn kreppti hnefana og
gretti sig af alefli í framan.
BilL hló. „Ilann virðist halda, að
áfeynslan sé -mest fyrir andlitið“.
Hann lagði stóra höndina á hand-
legg drengsins. „Agætt, ég skal
segja pabba þínum frá þér, Dicki“.
„Og svo er annað“, sagði Jó-
hanna. „Fyrsta orðið, sem hann
sagði, var „pabbi“. ITann byrjaði
að segja það níu mánaða gamall.
Segðu „pabbi“ fyrir manninn, væni
minn“.
„Pabbi, pabbi, pabbi“, galaði
drengurinn og steypti sér kollhnís
— ekki mjög fimlega — á miðju
HEIMILISRITIÐ
7