Heimilisritið - 01.10.1947, Qupperneq 10
ski-ifstofugólfinu. Hann skríkti af
kátínu, v.elti um bréfakörfunni svo
pappírinn dreifðist út um gólfið.
Jóhanna hló. ,,Rétt eins og fað-
irinn. Ofugsnúin gamansemi! Og
han er líkur Dick í fJestu. Viljið
þér segja honum það? Sami mat-
goggurinn, og hefur sama stríðnis-
glampann í augunum“.
„Eg skal segja honum frá því“,
lofaði Bill hátíðlegur. „Þér eigið
ljómandi strák, fyrirmyndar barn“.
Lydíu varð þungt um hjartaræt-
urnar. Ilún liefði ekki getað skýrt
það sjálf, hvernig á því stóð. En
þegar hún sá þessa fallegu stúlku
halda á útifötum barnsins í annarri
hendi og neyna að grípa skokkandi
drenginn með hinni. var eins og
hún fyndi til sársauka. Og allt í
einu vissi Lydía af hverju það var.
Henni varð það skyndilega hræði-
lega ljóst. Ef ég ætti lítinn dreng,
hugsaði hún, myndi ég vilja að
hann líktist Bill. Annars gæti ég
ekki orðið hamingjusöm. Og hún
fann til sárs saknaðar, því það var
eins og hún hefði misst allt nema
draiimana. Hún gæti aldrei gifzt
neinum.
„Það er gott“, sagði stúlkan.
„Segið honum að Dicki sé kátur,
að okkur líði viel, og að við bíðum
eftir því að hann komi heim“.
„Ég skal ekki gleyma því“. sagði
Bill. Jóhanna lyfti drengnum upp
á handlegg sér.
„Ég ætla að klæða hann frammi
á ganginum“, sagði hún. „Verið
þér sælir, herra höfuðsmaður“.
Bill sagði: „Þegar ég kem aftur
skal ég færa yður kveðjur. Skila-
boðin komast þá báðar leiðir!“ Og
Ijóminn á andliti Jóhönnu, þegar
hann sagði þetta, lýsti upp litlu
skrifstofuna, löngu eftir að hún var
farin.
„Iíann er efnilegur snáði“, taut-
aði Bill. Hann gekk út að glugg-
anum og horfði út.
Það var orðið næstum dimmt.
Lydía sat þarna í tómleika myrk-
ursins, hún var þurr í munninum
og gi'áturinn sat í hálsi hennar.
Bill snéri ennþá baki að henni,
og sagði: „Lydía, ég veit að það
er ekki til neins fyrir mig. En ég
verð að reyna. Ég á við, ef ég gæti
slegði þennan náunga út, þann sem
þér voruð með í gærkvöldi. Ég —
ég á við —“ stamaði hann — „ef
ég hefði minnstu möguleika. ...“
Hann sneri sér við, en hún gat
varla greint andlit hans í myrkr-
inu.
„Líf mitt hefur verið svo örygg-
islaust, að ég hef reynt að kannast
ekki við þetta fyrir sjálfum mér“,
hélt hann áfram hikandi. „Ég hef
gert það, sem ég hef getað til þess
livorki að sjá yður né hugsa um
yður. En það tekst ekki. Ég get
ekki hrundið yður úr huga mér.
Yður finnst þetta ef til vill fjar-
stæðukennt. Þér hafið sennilega
aldrei hugsað um mig nema í sam-
8
HEIMILISRITIÐ