Heimilisritið - 01.10.1947, Qupperneq 11
bandi við vinnuna. Það er heldur
engin ástæða til þess að þér skyld-
uð giera það“, sagði hann svo hæ-
versklega.
„Eg?“ spurði Lvdía aulalega.
Það var næstum aldimmt í stof-
unni, og þó var hún full af birtu.
Ef til vill var sú birta aðeins fyrir
innri sjónum hennar.
„Lydía“, sagði hann örvænting-
arfullur, ,,ég er að reyna að segja
yður, að ég elski yður. Ég hef gert
það frá upphafi. En mér fannst ég
ekki hafa nokkurt leyfi til að
kvænast, og fara síðan burt í
hverja svaðilförina eftir aðra. Mér
fannst það eigingirni o;f verra en
það, næstum glæpur. En þegar ég
sá þessa stúlku, með litla drenginn
sinn. . .. Þegar ég sá þau og hugs-
aði til þess, hversu miklis virði
þau myndu vera manninum þarna
austur í Indlandi, hvernig hann
myndi hugsa til hennar og drengs-
ins. ... Lydía, þér skiljið að slík
bönd ná hvert sem er. Inn í jap-
anskar fangabúðir, sjúkrahús eða
fljúgandi virki. Þau eru föst og
áþreifanleg, þýðingarmeiri en ör-
yggi og heimili“.
„Já, ien þetta vissi ég allt“, sagði
Lydía. „Hver sú .kona, sem elskar,
veit það“.
Hann sagði ákveðið: „Jafnvel þó
þér væruð giftar þessuni náunga,
myndi ég reyna að ná yður frá hon-
um.
Þá byrjaði hún að hlæja, en þó
var henni skapi nær að gráta. Hún
Iagði höfuðið á stólbríkina og blý-
anturinn datt á gólfið. Hláturinn,
sem hristi hana — eða ef til vill
var það grátur — var mesta sæla,
sem hún hafði fundið á sinni stuttu
ævi.
„Að minnsta kosti þakka ég guði
fyrir, að þið eruð ekki gift ennþá“,
sagði hann.
Hún vissi, að hann var að hugsa
um Larry Bishop, og slík fjar-
stæðk fyllti hana ósegjanlegri við-
kvæmni. Hún sagði: „Bill, þú þarft
ekki að slá neinn út, það er enginn
nema þú. Ég fann það líka, þegar
stúlkan og drengurinn hennar voru
hérna“.
Iíann trúði henni ekki í fyrstu.
Einhvern veginn þreifaði hann sig
að stólnum hennar. Ilann lyfti and-
liti hennar og reyndi að lesa úr
augum hennar, en það var tilgangs-
laust í myrkrinu. Svo tók hann
hana í faðm sér, en draumar henn-
ar hurfu ekki. Og þeir voru svo
bjartir að hún varð að loka augun-
um fyrir þeim í fyrstu. Virða þá
fyrir sér einn og einn — hún fann
klunnalega hönd hans strjúka hár
;sitt og heyrði hann segja: „Elsku
Lydía“. Það var fyrsti draumur-
inn, siem rættist, og hann hefði ver-
ið henni nóg, þótt hinir síðari hefðu
ekki verið skínandi bjartir, þegar
þeir rættust.
ENDIB
HEIMILISRITIÐ
9