Heimilisritið - 01.10.1947, Side 14

Heimilisritið - 01.10.1947, Side 14
ist fjær eða nær, sterkara eða veik- ard. Þetta skriðhljóð heyrðist úr gluggaskotinu með köngulóarvefj- um og gömlum marrandi göngum eins og það fylgdi manni eftir, þeg- ar gengið var eftir hriktandi gólf- borðunum. Við fundum öryggi í návist hvers annars og þraukuðum til morguns, en jafnskjótt og dagaði þagnaði hávaðinrf. Það var óhugnanlegast við þessi liljóð, að þau þoldu ekki dagsljósið. Við reyndum að kenna þau vindinum, en það var hvassara um daginn en nóttina áður, og þó heyrðist ekkert. Næstu nótt endurtók þetta fyr- irbrigði sig. Það var hægur vind- ur. Hin draugslegu hljóð heyrðust af og til og jafnan á þeim stöðum er við sízt áttum þeirra von. Það eina, sem við gátum látið okkur detta í hug til að skýra þetta, var, að einhverjir væru að leika sér að því að gabba okkur — að vísu ekki sennileg skýring, en nægði þó til þess að réttlæta þá sameigin- legu ósk okkar að fara út og litast um í nágrenni hússins um stund. Það var tunglskin og draugahús- ið gnæfði sem risavaxin ófreskja, umlukt trjám,. er bærðust ofur- lítið fyrir golunni, eins og ófreskjan hefði fjölda smærri púka í fylgd með sér. Við dvöldum úti til dög- unar og fórum þá inn, en þá létu draugarnir ekkert á sér kræla. Hefð- um við ekki verið jafn vanir þess- konar rannsóknum og við vorum, myndum við samstundis hafa sam- þykkt með öllum atkvæðum að reimt væri í húsinu. En við ákváðum þó að bíða enn eina nótt, og allan þennan dag rannsökuðum við húsið hátt og lágt, úti og inni. Þegar skyggja tók gekk á með byljum, og þá var það að ég veitti athygli breytingu, sem orðin var frá því tunglskins- nóttina áður. Mér virtist ég myndi geta ráðið gátuna ef fyrirbrigðið kæmi fyrir á ný. Um kvöldið heyrðust hljóðin aftur. Enginn hikaði þegar ég stakk upp á því að við færum all- ir út. Það var tunglskin eins og áður og ég benti þeim á orsök fyrir- brigðisins. Húsið var umlukt grát- viði og drjúpandi greinarnar slúttu niður yfir skáþakið. Ekki þurfti nema andvara til að greinarnar strykjust við þakið og þær yllu skriðþruskinu, sem síaðist gegnum eilihrörlega húsveggina. Þegar búið var að skýra hljóðin á þennan hátt ollu þau ekki framar ótta. Við rannsökuðum þau og fylgdumst með gangi þeirra, þang- að til þau hættu í dögun. Þegar birti fórum við út og ég benti á or- sök þess, að þau heyrðust ekki að degi til. Þegar sólin kom upp réttu víð- isgreinarnar úr sér og snertu þakið ekki framar. Það var því algerlega náttúrlegt, að þruskið heyrðist 12 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.