Heimilisritið - 01.10.1947, Side 18
Ég hlustaði og heyrði fótatakið
nákvæmlega eins og hann hafði
lýst því. Það brakaði í hv-erju
þrepinu eftir annað niður stigann.
Hann þreif í mig í ofboði og sagði
hásri röddu: „Þannig er það nótt
eftir nótt — hverja einustu nótt!
Og nú heyrið þér mig opna úti-
hurðina —“.
Ég beið ekki eftir að heyra í úti-
hurðinni, sem stigapallurinn
skyggði á. Ég vildi sjá hana og
flýtti mér niður á eftir fótatakinu.
Ég heyrði útihurðina opnast og
lokast, og kom nógu snemma til
að komast að raun um, að hún
hreyfðist alls ekki, svo að ég flýtti
mér út til að hafa hendur í hári
draugsa.
Hann var fremur efnismikil! af
draug að vera, kraftalegur verka-
maður, sem bjó í næstu sambygg-
ingu við Jón. Hann hafði tíma til
að tefja fáeinar mínútur, svo að
hann féHst á að koma með mér
upp til Jóns til að fullvissa hann
um, að draugagangurinn væri ekki
hættulegur. Málinu var þannig
farið: maðurinn, sem bjó uppi
andspænis stiganum í næstu á-
föstu byggingu, fór til vinnu sinnar
á sama tíma og Jón vinur okkar
kom heim.
Nábúinn átti enga vekjaraklukku
og það truflaði hann við lestur að
þurfa sífellt að líta á úrið. Gegn-
um þunna veggi gömlu byggingar-
innar, sem hafði verið tekin til í-
búðar fyrir verkamenn í hergagna-
verksmiðju, heyrði hann þegar
Jón kom upp stigann frá vinnu,
og einmitt þá varð hann sjálfur
að leggja af stað.
Þannig notaði nábúinn Jón sem
einskonar tímamerki. Fótatakið'
niður stigann og dyrnar, sem geng-
ið var um, voru í næsta húsi.
Skoplegt fyrirbrigði, óneitan-
'lega, en a.f slíkum atvikum verða
draugarnir til!
E N D I R
Stjörnumar og hann
„Elskan mín. A meðan ég er burtu, ætlarðu þá að horfa upp til stjarn-
anna og hugsa um mig?“
„Já, það geri ég. Þú og stjörnurnar liafa svo mikið sameiginlegt".
„Hvernig þá?“
„Þær skína nlla nóttina og eru svo fölar á daginn“.
Spakyrði um konuna
Jafnvel dauðinn er ekki eins dularfullur og konan.
Konan elskar alla nema þann, sem lnin af lilviljun er gift.
Kona verður aldrei hamingjusöm, ef hún verður ekki óhamingjusöm öðru
hverju.
16
HEIMILISRITIÐ