Heimilisritið - 01.10.1947, Page 20

Heimilisritið - 01.10.1947, Page 20
síðast. — Sex ár eru langur Lími. Gæti það hugsast, að hún þekkti þær ekki aftur. A næsta augnabliki kom bíll á fleygiferð að gangstéttinni, og um leið og hann staðnæmdist, kom ung stúlka þjótandi. út úr honum. Pamela gleymdi öllum vandamál- um sínum, — að láta sér detta í hug að gleyma henni Soniu. Hún gekk örfá skref áfram. — Sonia! — Pamela, — elsku Pamela! Þær þutu hugfangnar livor til annarrar, en fundu þó samstundis til ofurlítillar feimni, — því þægar að er gætt, þá eru sex ár æðilangur tími. — Hvar er Charlotta? — Hún er ókomin enn. — Nei, hún er komin, svaraði þriðja röddin hógværlega. Þær Sonia og Parnela voru fljót- ar að snúa sér við. Sonia var kom- in, og það varð hinn mesti fagnað- ar.fundur. Þær settust við litla borðið í veitingastofunni, og fóru að spjalla um daginn og veginn. Charlotta, sem var þeirra elzt, kæfði glóðina í sígarettunni sinni við botninn á öskubakkanum. Hún sagði með al- vöruþrunginni röddu: — Jæja, hver okkar á nú að byrja? Hinar litu alvarlega til hennar, alveg eins og þær höfðu svo oft gert áður fyrr, þegar þær voru að skipulegja þetta stefnumót, og reyndar einnig, þegar þær voru saman í skóla. Alltaf var hlustað á Charlottu. Það var hún, sem áður fyrr hafði hjálpað Soniu um svo margt og einatt leiðbeint hinni draumlyndu Pamelu. Og það var Charlotta, sem hafði sagt, síðasta skóladaginn þeirra, rétt fyrir styrjöldina: — Jæja, ungu stúlkur, við vilj- um auðvitað allar vinna eitthvað í styrjöldinni. Ef til vill hittumst við einhversstaðar aftur, ef til vill ekki. Engin okkar er viljug að skrifa bréf, enda er hætt við að Jítill tími geti orðið til þess, en við megum þó aldrei gleyma hverri annarri. Nú skulum við strengja þess heit, að hittast aftur eftir stríðið og segja hverri annarri það, sem á daga okkar kann að hafa drifið. Þessu höfðu þær lofað hátíðlega. — Einstöku sinnum höfðu þær sent hverri annarri kort, en það höfðu ævinlega verið jólakveðjur. Nú var liðinn nokkur tími frá styrjaldarlokum, en þó var þetta í fyrsta skiptið, sem þær höfðu haft tækifæri til að hittast aftur. Nú voru þær þarna' þrjár saman, vinstúlkurnar, reiðubúnar til að segja hverri annarri frá helztu við- burðum og ævintýrum liðinna tíma. 18 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.