Heimilisritið - 01.10.1947, Page 22

Heimilisritið - 01.10.1947, Page 22
beið kyrrlát eftir framhaldinu. — Eg vann í skotfæraverksmiðju, hélt Charlotta áfram, og komst fljótlega að í teiknistofunni. Tom var verkfræðingur þar, en þó ekki fastráðinn starfsmaður. Hann var daglegur gestur þar, sein ég vann. Við áttum oft tal sarnan og hitt- umst eftir vinnutímann á jólunum, og giftum okkur vorið eftir í júní- mánuði. — Þú þar.ft ekki að segja okk- ur meira, kallaði Sonia hlæjandi. Nú getum við vel gizkað á fram- haldið. Þú hefur haft brúðarblæj- una hennar mömmu þinnar, og þú hefur verið í hvítum kyrtli, skreytt- um ljósrauðum negulblómum. Og nú áttu lítið hús í útjaðri bæjar- ins, og Tom, — ég er alveg hárviss um að hann er alveg indæll, slær grasvöllinn á hverju laugardags- kvöldi og háttar börnin á þriðju- dagskvöldum, svo þú getir farið á fundi í mæðrafélaginu. — Æ, hættu þessu Sonia, greip Charlotta fram í. Hún brosti, en þó fannst henni þetta ’óþarflega særandi. Það er að minnsta kosti ekkert mæðrafélag, rniklu fremur gæti það heitið bridgeklúbbur! sagði hún. — Hvað um það, sagði Sonia, ég má áreiðanlega vera öfundsjúk. Og ég er alveg hárviss um, að tví- burarnir eru sannkallaðh• englar — — og —. — Já, þeir eru það sannarlega, sagði Charlotta. Þeir eru alveg yndislegir. Eg hef bara svo óskap- lega mikið að gera. Charlotta rétti fram hendurn- ar. Þær voru hrjúfar og rauðar, og neglurnar klipptar upp við kviku. Hún hristi höfuðið, og var dálítið hnuggin á svipinn. — Já, ég vildi að vísu ekki skipta við nokkurn í veröldinni, en —. — Má ég heimsækja þig og litlu börnin Charlotta? spurði Pamela, sem allt í einu lagði nú orð í belg. — Já, sannarlega. Ég vil endi- lega að þú komir og sjáir þau. Tvíburasysturnar hjala án afláts allan daginn, og Michael litli er strax búinn að taka tvær fram- tennur. — Má ég koma líka? spurði Sonia nú, skærri röddu. Elsku Charlotta, lofaðu mér að koma. Hirtu ekki um það, sem ég var að segja. Ég veit, að þú hefur breytt vel, og þér hefur liðið alveg dá- samlega. Iíún tærndi tebollann, kveiktisér í sígarettu og sagði svo hlæjandi við Palmelu: — Nú er röðin komin að þér, Parnela. Segðu.okkur nú hvað hef- ur drifið á þína daga. Pamela brosti dauflega. — Mér hefur liðið ágætlega. Rödd hennar var lág og róleg, 20 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.