Heimilisritið - 01.10.1947, Blaðsíða 23

Heimilisritið - 01.10.1947, Blaðsíða 23
en hafði þó slíkt aðdráttarafl, að áheyrendurnir hlutu að hlusta undrandi, næstum óttaslegnir. Sonia ætlað að taka fram í fyrir henni, en hvarf þó frá því. Hún tók sígarettu, en hætti við að kveikja í henni. — Ég var sannarlega staðföst, hélt Parnela áfram. Ég dvaldi lengst a.f í lítilli borg í Suður-Eng- landi. Skammt frá sjúkrahúsinu var lítil hæð og þaðan var hægt að sjá yfir alla borgina. Já, það var yndisleg hæð — og þar var gömul kirkja, sem er mér líka ógleyman- leg. Iíún stóð þar niður við slétt- una. — Það var einmitt þar, sem Nikulás hafði í fyrsta skipti tekið í hönd hennar og dirfzt að kyssa hana í fyrsta skipti. Þetta var auðvitað eftir að hon- um var farið að batna svo mikið, að iæknarnir ráðgerðu að útskrifa hann. Upphaflega hafði hún aðeins get- að séð hið mikla, dökka hár á kodd- anum, þar sem hann lá. Hann var þá nýkominn frá skurðarborðinu, þar sem gert hafði verið að hinum hættulegu. brunasárum hans. — Hann hafði verið flugmaður, en flugvélin hans var skotin niður sumarið 1940, einmitt þegar örlög Englands voru í höndum nokkurra fulihuga og sannra föðurlandsvina. í byrjun legunnar hafði Nikulás einungis getað heyrt málróm Pamelu. Oft hafði hann sagt henni frá því, að samtölin hennar við læknana og hjúkrunarkonurnar hefðu verið honum hinn mesti styrkur gegn hinum óumræðilega sársauka, þegar verið var að skipta um umbúðir. En loksins höfðu umbúðirnar verið teknar, og Nikulás hafði séð hana í fyrsta sinn. Pamela var náföl, og henni fannst hjartað ætla að hætta að slá, meðan hún beið milli vona og ótta eftir því, að hann gæti opnað augun og séð hana. — Guð minn góður! hrópaði hann. Þér lítið alveg nákvæmlega eins út og ég hafði búist við. Iíún náði sér fljótlega, og gerði sér upp hlátur. — Já auðvitað. — En nú ætla ég að hjálpa yður til að setjast upp í rúminu, og svo kem ég með teið yðar, herra minn, sagði hún ofur- b'tið ertnislega. Þetta var að vorlagi, og svo kom sumarið. Þá byrjuðu skemmti- göngur þeirra upp á hæðina, og lævirkjarnir fóru að syngja. Þá var það einu sinni, að Nikulás dirfðist að kyssa Pamelu. En hann varð vandræðalegur og'bað mjög afsök- unar á framferði sínu — hann væri enn svo afskræmdur i andlit- inu. — En læknaririr höfðu gert kraftaverk, og Pamela elskaði særða andlitið hans. Hún elskaði líka hrokkna, dökka hárið og þreytulegu augnalokin, sem ennþá HEIMILISRITIÐ 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.