Heimilisritið - 01.10.1947, Síða 28
sóknum. Enginn hefur hingað til
skilið, hvað þessum ósköpum olli.
Það var eins og logandi eldspýtu
hefði verið fleygt ofan í púður-
tunnu. Voveiflegt hvískur fór að
berast með blænum.
„Bráðum handsama þeir bölv-
aða gyðingana. Eg vona að þeir
drepi þá alla“.
Litlu síðar hófust svo ofsókn-
irnar. Rúða var brotin á markaðs-
staðnum. Menn þustu til. Slag-
brandar voru teknir af krókum og
hafðir að vopni. Dráps- og grimmd-
aræði hafði gripið borgarbúa.
Aftur birti upp og friður komst
á í borginni. En eftir þetta undum
við ekki í þessu landi. Við urðum
ásátt um að flytja burtu. Við réð-
um af að fara til Ameríku.
Foreldrum mínum fannst þetta
voðaleg tilhugsun, en mér fannst
nú annað. Ameríka! Nafnið eitt
var örfandi drykkur.
En þó skyggði dimmt sorgarský
á gleði mína, þegar burtförin
nálgaðist. Fim gat ekki komið með
mér. Við þorðurn engum að segja
frá því, að okkur langaði til að
hún færi.
Við vissum, að hvorugir foreldr-
anna myndu gefa leyfi sitt til þess,
og við vorurn of ung til að mega
giftast. Sorg okkar varð að sárri
neyð, þegar skilnaðarstundin rann
upp. Og þá, eins og æ síðan, var
það Fim, sem sýndi hvers hún var
megnug, og hugprýðin hennar
veitti mér styrk til að þola þessa
raun.
„Hertu upp hugann vinur minn“,
sagði hún, „og farðu bara. Þú
mátt vita það með vissu að ég kem.
Ekkert skal aftra mér frá því. Ég
kem áreiðanlega seinna, því lofa
ég“.
Svo kyssti hún mig þarna á ár-
bakkanum og öll angist mín var
rokin burt.
Það er tvennt ólíkt að hverfa
að heiman frá þægilegu heimili og
stöðu og setjast að í stórri heims-
borg. Fljótt á litið virtist faðir
minn ekki breytast til niuna. En
hann var nú farinn að eldast og
reyndist ekki fær um að taka hinn
nýja heim með áhlaupi. Hann gat
jafnvel ekki fengið neitt að gera.
Hann gat ekki stundað starf sitt
í Ameríku og treysti sér ekki til
að fá sér aðra atvinnu. Hann var
sem fallinn eik, en móðir mín var
hinsvegar seig eins og víðitág. Um-
skiptin höfðu að vísu fengið á
hana, og ég vissi, að henni hlaut að
leiðast og langa heim, en samt tók
hún brátt að skjóta rótum í hinni
nýju mold. Hún, sem áður hafði
•leitt fram í dagsljósið marga litla
þegna handa Austurríkiskeisara,
fór að veita litlum Ameríkumönn-
um liina sömu þjónustu af sömu
verkhyggni og áður. Hún skipti við
fátæklingana í Chicago og bar lít-
ið úr býtum fjárhagslega, en henni
varð npkið úr litlu.
26
HEIMILISRITIÐ