Heimilisritið - 01.10.1947, Side 29

Heimilisritið - 01.10.1947, Side 29
Ég hef aldrei skilið, hvernig við fórum að því að verða ekki hung- urmorða þessa fyrstu og verstu daga í Halsted-stræti. Litir og eim- ur þessarar löngu umferðagötu eru samofin meðvitund minni. Sláturhúsin gáfu 'frá sér illan þef og sorpinu frá þeim var fleygt í ána og út á strætin. Ég var ein- mana, vinalaus og auralaus, fullur af áhuga á að komast áfram, og úrvinda af þrá eftir stúlkunni minni. Eirðarlaus ráfaði ég um strætin og var alltaf að hugsa um það sama. Ég mátti til með að verða læknir. Við urðum að ná saman. Þessvegna hlaut ég að fara í læknaskólann og Jesa til prófs. En þangað var enginn leið að komast félaus. Fiðlan mín koin mér aftur til bjargar. Mér var sagt, að Moissaye Bogusláwsky, sem var frægur pí- anóleikari, hefði stofnað Tatara- hljómsveit. Eg æskti upptöku. Hlj ómsveitarmaður Ég var ekki Tatari, en hann var það ekki heldur. Þegar ég mætti í fyrsta skipti á æfingu, sá ég að fæstir þeirra, sem þar voru til stað- ar, voru af þessum framandi þjóð- flokki. En það gerði ekkert til. Við kölluðu okkur Tatara, og við vor- um kallaðir „Tatarahljómsveit Boguslawskys“, og sem slíkir feng- um við lof og lófaklapp áheyrend- anna. Margt skrítið fékkst ég við á milli þess sem ég lék á fiðluna á hljómleikunum. Ég var alltaf á þönum eftir einhverri vinnu. Og þegar ég loksins komst í skól- ann, var ég þess vís, að ég varð ekki að neinu viðundri meðal ann- arra skólaplita, þó að ég hefði feng- ist við að gera hitt og þetta, sem ég hefði haldið að ekki hæfði skóla- piltum. Það var álitið heiðarlegt og vel við eigandi að vinna fyrir sér í skóla í Ameríku. Ég man ekki með vissu hvernig á því stóð, að ég fékk að vita um „stúdentastyrk“ við háskólann í Chicago, en mér tókst að herja út þennan styrk og með því var mér gert kleift að sækja læknaskólann þar í borg. Mér fannst sem hefði ég himin höndum tekið, er ég komst að því, að mann vantaði í hljómsveit skól- ans. Fiðlan mín hafði oft bjarg- að mér, og ég hafði unnið fyrir mér brauð með hennar aðstoð í marga mánuði. En þar vantaði ekki fiðlu- leikara, — heldur trommuspilara. ITjartað í mér tók ónotalegan kipp, þegar Hobson prófessor við læknadeildina tilkynnti mér þetta. „Eruð þér trommuspilari?" spurði hann mig. Trommuspilari! Ég sem aldrei hafði snert á trommu. Mér fannst svarið koma ósjálfrátt úr barka mínum, gagn- HEIMILISRITIÐ 27

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.