Heimilisritið - 01.10.1947, Qupperneq 30
stætt ætlun minni. „Já, ég er
trommuspilari“.
Svo var mér tilkynnt, að hljóm-
sveitin yrði að íá góðan trommp-
sjDÍlara eða engan.
Eg lét drjúgt yfir mér og var
ráðinn! Ef ég tæki að mér að slá
trommu í hljómsveit Rush-'lækna-
skóla átti ég í staðinn að fá allt
frítt við skólann.
Svo .þyrmdi óttanum yfir mig.
Hvílík vitleysa að ímynda sér, að
ég væri fær um að læra að slá
trommu. Ég, sem ekki vissi, hvérn-
ig át'ti að halda á stöfunum. En nú
var annaðhvort að hrökkva eða
stökkva. í veðlánabúð í North
Clark Street keypti ég gamla
trommu. Kunningjar mínir í Tat-
arahljómsveitinni kenndu mér
fyrstu handtökin. Ég var fljótur
að læra undirstöðuatriðin. Og
þrír mánuð'ir voru ennþá til stefnu.
— A þeim tíma varð ég að læra
að slá trommu betur en nokkur
annar.
Skelfingardagurinn rann upp,
er halda skyldi hljómleika i Man-
del Iíall, og hjartað í mér hélt
prýðilega trommuhljómleika í
brjóstinu, er ég gckk inn í salinn og
reyndi að láta sem ekkert væri,
en þó fannst mér ég vera að stíga
á höggstokkinn.
Ég var svo viðutan, að ég vissi
ekki hvort ég sló trommuna vel eða
illa, fyrr en prófessor Hobson kom
þjótandi að símanum.
„Harper rektor“, sagði hann.
„Þessi maður er óviðjafnanlegur.
Hann var rétt í þessu að leika á
trommu krýningarmarz Mayer-
beers, og hann gerði það miklu bet-
ur en ég hef nokkru sinni áður
heyrt“.
„Tollering"
ÞEGAR ég vissi, að ég gat far-
ið að byrja á læknanáminu, fórum
við móðir mín að hugsa mér fyrir
fötum. Við þóttumst bæði vita,
hvernig fötum læknastúdent ætti
að klæðast. Ég hafði ge.fið náinn
gaum að læknastúdentunum í
Búdapest, þessum dýrðlegu ver-
um, sem ég hafði séð í sévintýra-
ljóma.
Og svo, þegar ég gekk inni í skól-
ann, var ég alveg óaðfinnanlegur
frá hvirfli til ilja. Ég var í röndótt-
um buxum, sem hefðu sómt sér
prýðilega í kvöldsamkvæmi eða
brúðkaupsveizlu, og svörtum
klæðisfrakka, með því sniði, sem
kiennt var við Albert prins.
Érá mér numinn af gileði lét ég
skrásetja mig, og lagði svo af stað
upp í ifyrstu deild. Ég gekk upp
háan stiga, komst inn í kennslu-
stofuna, og litaðist um eftir sæti.
Fremstu sætin voru auð. Ég settist
niður, feiminn og hlægilega ham-
ingjusamur.
Ég var að velta fyrir mér því
vandamáli, livað ég ætti að gera
28
HEIMILISRITIÐ