Heimilisritið - 01.10.1947, Side 31

Heimilisritið - 01.10.1947, Side 31
við hattinn minn, 'þegar óveðrið dundi yfir. Ég var gripinn óþyrmi- lega aftan frá og þrifinn upp úr sætinu, Mótspyrna mín kom fyrir ekki. Sterkar hendur lvftu mér yf- ir höfuð stúdentanna, og ég var látinn ganga hönd úr hendi, unz mér var þrýst niður í a'ftasta sæt- ið. Þar varð ég að dúsa. Þetta var gamall siður, tollering, sem allir urðu að gangast. undir fyrsta daginn. Ég reyndi að harka af mér og laga á mér fötin. Það tókst nú ekki nema svo og svo. Svaðilförin yfir stúdentahóp- inn ha.fði reynzt nýju, fallegu föt- unum mínum ofraun. Þau voru öll rifin og tætt. Og ég átti ekki pen- inga fyrir öðrum fötum. Móðir mín varð alveg örvinluð um kvöldið, þegar hún sá mig. Svo tók hún fram nál og tvinna og sat uppi alla nóttina við að bæta föt- in. Hún ísaumaði þau bókstaf- 'lega. Eftir það gekk ég í þeim í meira en ár, ja'fnvel eftir að mér varð það Ijóst, að þau voru mjög gamaldags. í læknaskólanum ALLIR tókum við frá bvrjun þátt í und'irstöðukennslu í líffæra- fræði, lífeðlisfræði, vefjafræði, meinafræði, lífrænni og ólífrænni, og hinum vísindalegu tilsvörunar- fræðum þeirra. Þegar þessu undir- stöðunámi var lokið, fórum við að stunda nám við spítala. Þá vor- um við loks komin að því marki, sem áður hafði virzt sem fögur og fjarlæg hilling. Mér þótti mest gaman að meina- fræði, sérstaklega krufningunum hjá Le Count. Líkskoðunin, sem hefur tvö markmið, að rannsaka sjúkdóma, og að útiloka rangar eða villandi sjúkdómsgreiningar, ger- ir hinurn dauðu .ekkert mein, og hún gefur eftirlifendunum nýjar lífsvonir. En stundum eru hinir dauðu svo óþjálir, svo dulir, að þeir láta ekki uppi dauðamein sitt, ekki fyrir nokkurn mun. Ég var viðstaddur eitt sinn er prófessor Richard Jaffe, hinn fram- úrskarandi meinafræðingur, var í þann veginn að kveða upp úrskurð um líkskoðun, sem hann var ný- búinn að framkvæma, á ungum manni, sem dáið hafði úr óþekktu dauðameini. Hinn ágæti vísindamaður hafði rannsakað vandlega hvert líffæri og hvern vef. Að því loknu varð löng og djúp þögn, og læknirinn varð æ þungbúnari. Ilann setti líffærin á sinn stað og fór sér að engu óðs- lega. Svo fór hann að tala, ekki við okkur heldur við líkið: „Sjáðu nú til, ungi maður. Ég held þú verðir að fara á fætur. Þú hefur ickkert hér að gera. Eftir þessari rannsókn að dæma ertu að gera gabb að okkur. Satt að segja ertu alveg heill heilsu“. HEIMILISRITIÐ 29

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.