Heimilisritið - 01.10.1947, Síða 32
Og mæðusvipurinn sat enn á
andliti hans, meðan hringsviðið
skalf af hlátri. ]\Iér fannst ég sjá
bregða fyrir kankvíslegri glettni á
andliti líksins!
Ég var sílesandi og kúrði mig
svo rækilega niður í námsbækurn-
ar, að ég hafði lokið við að lesa
þær allar, þremur mánuðum áð-
ur en prófið átti að hefjast.
Ilv'ern skollann átti ég að gera
við þessa þrjá mánuðiP
Eg leitaði ráða hjá Jolin M. Dob-
son.
„Thorek“, sagði hann. „Þekk-
inguna á læknisilistinni er að finna
í líffærafræðinni. Ég myndi ráða
yður til að nota tímann til að at-
huga krufningar. Þér skuluð byrja
á þessu í næstu viku“.
Sennilega liefði mér verið holl-
ara að hvíla mig. Ég var ekki vel
hraustur. En samt fór ég að stunda
þessa fræði, sökkti mér bókstaf-
lega niður í þau í níutíu daga.
Oft hef ég minnst Dobsons með
þakklæti fyrir þetta heijlaráð hans.
Og svo rann prófdagurinn upp.
í það skipti var ég vel og viðeig-
andi kJæddur.
Samt voru skuldirnar og fátækt-
in hvergi nærri yfirbuguð. En þó
var mér ekki neitt í hug nema
fögnuður, þegar ég tók við þeirri
sauðskinnsskrá, sem Alma Mater
hafði ritað á viðurkenningu sína
fyrir því, að ég lrefði rétt tii að
stunda hina mikilvægu íþrótt
Eskulaps. Fyrsta takmarki mínu
var náð. Ég var orðinn læknir.
Enn var þó eftir að yfirstíga
einn þröskuld. Ég var sendur til
Marcyfæðingardeildarinnar, sem
er á mótum Maxwell Street og
Newberry Avenue.
Ég tók þessu með þökkum. Ég
hafði ætlað mér að verða fæðinga-
læknir, og ég vissi, að aðalstarf
stúdenta við þ^nnan spítala var að
fara inn á heimilin í nágrenninu
til að aðstoða við fæðingíjr, hjálpa
nýjum og nýjum einstaklingum inn
í þennan yfirfyllta mannheim.
Fæðingarhjálp í fátækrahverfi
FRÁ ÞEIM tíma, er ég starfaði
á fæð'ingarspítalanum, bregður upp
mörgum minningum. Aldrei varð
af því, að ég yrði fæðingalæknir.
En dularvefur fæðinga er svo sam-
ofinn kufli lífsins, að sérhver
læknir hlýtur að finna þræði hans
á ótal stöðum.
INIannlegt eðli er ætíð samt við
sig, þegar fæðing barns er annars
vegar, hvort sem það er snortið
af skopi eða hátíðlcika, gleði eða
sorg.
Tökum til dæmis vanstilltan
föður, er lætur alla sína magnlausu
skelfingu, yfir því að sjá konuna
sína ofurselda kvölum, bitna á
lækninum. Sem betur fer eru fáir
menn líkir hinum boldangslega,
rúmenska svola, sem réðst á mig
30
HEIMILISRITIÐ