Heimilisritið - 01.10.1947, Síða 38

Heimilisritið - 01.10.1947, Síða 38
hafði sjálf unnið þar, áður en hún giftist. Hún flýtti sér að klæða sig og kepptist við að vinna alla fyrri hluta dagsins. Eftir hádegisverð- inn settist hún út í garðinn og lét sólina steikja sig. — En hvað það var yndislegt að lifa! Hún sá bifreið sveigja heim að húsinu. — Nei, ert þetta þú, Miehael, hrópaði hún. Miehael kominn heim á þessum tíma dags — en veðrið var líka svo dásamlegt. Það var þó alltaf fögur sjón er mætti augum hans, hugsaði hún — litla, hvíta húsið með bláu glugga- hlerunum, velhirtur garðurinn, drengurinn hans á miðri grasflöt- inni, og loks hún sjálf í ijósbláum kjól. Það var næstum o/ himneskt til að geta verið satt. En það varð ekki ráðið af svip Michaels, að þessi jarðneska para- dís he.fði nein- áhrif á hann. Augu hans voru myrk og köld. — Joán, sagði hann, ég er að fara að heiman. Joan horfði á hann spurnaraug- um: — FaraP tók lnin upp eftir hon- um. Hún vissi ekki hvað hann átti við, og þó fékk hún hjartslátt, líkt og hún fyndi á sér, að eitthvað hræðilegt vofði yfir henni. — Ég hef sagt upp atvinnunni. Ég fer til Ameríku í kvöld, sagði Michael skýrt og greinilega. 36 Joan settist upp í stólnum: — Hvað áttu eiginlega við, Michael? Það var eins og Michael vakn- aði af dvala við þessa spurningu. Hann knýtti hnefanda, það stríkk- aði á andlitsvöðvum hans, og aug- un skutu gneistum. — Ég meina það sem ég segi, Joan, sagði hann kuldalega. Það geri ég nefnilega oftast, þótt þér kunni að finnast það skrítið. Ég veit ekki, hvort ég kem nokkurn- tíma aftur. Þú getur sagt fólki það sem þér sýnist, og ef þú vilt skilja við mig, þá ... — Skilja! hrópaði Joan með and- köfum og tók að riða í sætinu. — Michael, hefurðu misst vitið? Hún stóð upp og gekk til hans, hikaði, líkt og hana langaði að snerta hann, en þyrði það ekki. — Micha- el! Hann horfði á hana og dró munnvikin niður á við, en rödd hans var enn jafn róleg. — Þetta bitnar ekkert á þér, Joan! Það eru peningar í bankan- uin. ... Ég skal ekki hrófla við þeim. Og þú getur fengið gömlu stöðuna þína aftur; ég held meira að segja að þú getir fengið mína — ég hef talað við Carter. — Hefurðu taJað við Carter! Nú brutust tárin fram: hún greip dauðahaldi um handlegg hans og reyndi að hrista hann. — Michael, þú veizt ekki hvað þú ert að segja. HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.