Heimilisritið - 01.10.1947, Qupperneq 42
Nei, hún vildi .ekki hugsa um hann,
eða brjóta heilann um það, hvað
lægi að baki orða hans.
— Góðan daginn, Joan! Þvílík
indælis veðurblíða! Freddy Cart-
er stóð i dyrunum og brosti glað-
lega. Hann var mikill aðdáandi
Joans og hafði á sínum tíma
gjarnan viljað verða hlutskarpari
en Michael.
— Jæja, sagði hún annars hug-
ar.
Freddy Carter kom nær.
— Er eitthvað að, Joan?
— Nei ... svaraði hún í stytt-
ingi. Eg hef fengið bréf frá Michael
og það hefur komið mér úr jafn-
vægi.
— Þú hefur borið þig svo vel,
Joan, sagði Freddy. Þú mátt ekki
halda, að ég skilji þig ekki, því að
það geri ég sannarlega.
— Skilurðu hvað? spurði Joan
byrst.
— Þessa áhyggjuleysis . grímu,
sem þú hefur brynjað þig með,
svaraði hann af skilningi. Auðvit-
að héfur þetta verið mikií þolraun
fyrir þig — en þú berð þig miklu
bietur en fyrst, þegar þú komst
hingað. Hann klappaði hughreyst-
andi á hönd hennar. Gætirðu ekki
orðið eftir hér í borginni í kvöld
og komið með mér í leikhúsið?
Ilún gat ekki neitað því, að hana
langaði að taka boðinu. Henni
stóð orðið stuggur af kvöldunum
heima og hinum endalausu ræðum
móður hennar um búsáhyggjur sín-
ar.
— Jú, það vil ég fegin, sagði
hún loks.
Við kvöldverðarborðið ræddu
þau einungis'um fjármál, en þeg-
ar þau sátu, að lokinni leiksýuing-
unni, í einum næturklúbbanna,
laut Freddy að henni og sagði:
— Joan, hefur þú hugsað þér að
skilja við Michael?
Hún stirðnaði upp.
— Eg sé enga ástæðu til þess,
sagði hún.
Freddy hristi höfuðið samúðar-
fullur.
— Guð nrinn góður, elskarðu
hann ennþá? spurði hann.
— Elska? Elska? endurtók hún
óþolinmóðlega, og vangar hennar
glóðu. Eg elska að minnsta kosti
engan annan!
Morguninn eftir var hún dauð-
þreytt og fór svo seint á fætur, að
það munaði engu að hún missti
af lestinni. Þegar hún var á leið
til bílskúrsins hrópaði móðir henn-
ar:
— Ó, Joan, vertu svo væn að
taka heim með þér dálítið af græn-
meti í kvöld. Það er svo erfitt að
ná í það hér, og ...
Hvers vegna gat fólk aldrei séð
um matvælakaupin sjálft! Hún
aflaði peninganna, þá átti móðir
hennar líka að vera einfær um að
sjá um húsið.
40
HEIMILISRITIÐ