Heimilisritið - 01.10.1947, Page 43

Heimilisritið - 01.10.1947, Page 43
Douglas gamli Peabody æskti eftir viðtali við hana. Carrington- fyrirtækið ætlaði að hefja mikla auglýsingaherferð, og hann fékk Joan málið í hendur. Hún kepptist við allan daginn og hætti svo seint, að hún missti af lestinni, sem hún var vön að fara með. — Maturinn er orðinn kaldur, var það fyrsta sem móðir hennar sagði, og röddin var kuldaleg. — Það gerir ekkert til, svaraði Joan, ég hef enga matarlyst. Hver taug í líkama hennar titraði af þreytu. — Ég hef boð'ið Carews-fjöi- skyldunni til kvöldverðar á- morg- un, sagði frú Wintrop skömmu síðar. — Æ, hvers vegna varstu nú að því, sagði Joan kjökrandi. — Heyrðu mig nú, Joan, það er annað en gaman að umgangast þig, sagði móðir hennar reið. Þú hugs- ar víst ekki um það, hvað það er einmanalegt fyrir mig að hírast ein kvöld eftir kvöld . . . — Ein, greip Joan fram í. Ég er þó hjá þér. — Já, þú ert líka svo skemmti- leg, eða hitt þó heldur. Annað iivort siturðu við vinnu,‘ellegar þú einblínir út í loftið, án þess að segja aukatekið orð ... — Hvernig ættum við að fara að því að standa í skilum, ef ég ynni ekki, svaraði Joan með heift. Móðir hennar vakti hana morg- uninn eftir með ástúðlegum kossi. — Mér þykir svo leiðinlegt, að ég skyldi rjúka svona upp í gær- kvöldi, Joan, sagði hún. Veslings, litla, duglega telpan mín! Það stríkkaði ögn á andlitsvöðv- um Joanar, og hún svaraði engu. Við morgunverðarborðið var móðir hennar öll á hjólum af um- hyggju og samúð. — Þetta erti Joan ákaflega. — En hvað þú ert föl, Joan. Ertu vel frísk? — Agætlega, sagði Joan óþolin- nióð. Móðir hennar virtist á báðum áttum: — Veslings litla stúlkan mín! Heyrðu mig, Joan, lof mér sjá í þér tunguna. Joan blátt áfram skalf af reiði, og jafnfranrt kom dálítið óvænt upp í huga hennar. „Lof mér sjá tunguna, Michael“. Ilún roðnaði: — Ég er stálhraust, sagði hún vandræðalega. Tínrinn leið fram í janúar. Carr- ington & Co. voru stórhrifnir af vinnu hennar. Þegar hún hafði af- hent síðustu auglýsinguna, féll hún saman á stólnum og lokaði aug- unum. Fyrirtækið hafði gefið henni áukaþóknun, og nú sat hún í djúp- um þönkum og handlék ávísunina. Það var föstudagur, og hún þurfti iekki að mæta á skrifstofunni fyrr en á mánudag. Hún fór snemma heim þennan dag. Móðir HEIMILISRITIÐ 41

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.