Heimilisritið - 01.10.1947, Side 49

Heimilisritið - 01.10.1947, Side 49
til en tvær flöskur! Skyldi hann geta gengið uppréttur? Og svo æp- ir liann: lögregla!“ Maðurinn frá 1005 skrifaði vand- lega hjá sér númer ekilsins og hélt áfram fótgangandi. „Fyrirgefðu, félagi. hvar kemst maður héðan til Dimitrotka?“ •spurði ungur maður, sem mætti honum. „Ha?“ æpti sýnishornið. „Hver haldið þér að ég sé? Þér haldið sýnilega, að ég sé einn af byltinga- mönnunum. Ég er ekki félagi!“ „Nú, borgari þá. Þér verðið að fyrirgefa“. „Ég er ekki borgari“. „Hvað eruð þér þá?“ „Eg er embættismaður í tólfta flokki, hef fengið orðu heilagrar Onnu, þriðju gráðu. Sú staðreynd, að mér var haldið á lögreglustöð- inni ásamt byltingamönnunum, sannar ekki neitt, ungi maður“. Ungi maðurinn leit einkennilega á manninn frá 1905 og vék gæti- lega til hliðar. „Það er þægilegt, eða hitt þó heldur“, tautaði sýnishornið, „að þeir skuli vera farnir að ávarpa mann sem „félaga“ á götum úti. Ef forstjórinn kæmist að því, mætti ég búast við öllu. Ég yrði rekinn. Ég verð að sjá um, að slíkt og því líkt komi ekki fyrir ...“ Hann stakk höndunum dýpra í vasana og fór að syngja „Guð varðveiti keisarann“. „Hæ, blaðadrengur. láttu mig fá tvö blöð af „Fána Rússlands". „Af hverju?“ „Fáni Rússlands“ segi ég, láttu mig fá tvö blöð eða þrjú öllu held- ur“. „Það blað á ég ekki“. „Attu það ekki! Láttu mig fá „Nýja tímann“. „Það blað á ég ekki heldur“. „Ilvað áttu þá?“ „Pravada, Rauðu stjörnuna, Verkalýðsblaðið“. „O, ósvífni þorpari, bíddu svo- lítið. vertu kyrr, selurðu ólögleg blöð? Ég skal fara með þig á lög- reglustöðina, karlinn!“ „Það eigið þér ekkert með. Ég borga minn skatt!“ „Bíddu bara, — ég skal skatta þig“- Hann skrifaði vendilega hjá sér númer blaðadrengsins og hélt á- fram á marrandi skóhlífunum sin- um. A framhlið stórhýsis nokkurs las hann þessa áletrun: „Moskvudeild rússneska kommúnistaflokksins“. „Nú þykir mér týra ... og þetta skrifa þeir þar sem allir geta séð ])að! Þetta verð ég að skrifa hjá mér. Og götuna, og húsnúmerið, allt verð ég að skrifa hjá mér!“ Hann skrifaði það sem með þurfti í minnisbók og hélt áfram. „Félagi, geturðu gefið mér eld í ?ígarettuna?“ sagði feitur maður í bifurskinnskápu við hann. HEIMILISRITIÐ 47

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.