Heimilisritið - 01.10.1947, Síða 50

Heimilisritið - 01.10.1947, Síða 50
„Hí-hí ... Þér megið ekki láta blekkjast. Það er enginn fótur fyrir því. Eg á engin mök við ólögleg samtök, 'byltingamenn eða stjórn- málafélög. Ég hef ekkert saman við þá að sælda og kem aldrei til þeirra — þessara svonefndu „fé- laga“. Að ég gisti á lögreglustöðinni yðar göfgi, var vegna alvarlegra mistaka ... óheppileg rás viðbuTð- anna, yðar ...“ Maðurinn í loðkápunni hraðaði sér á brott og hræðslan skein út úr augum hans. ÞEGAR safnvörðurinn hafði leit- að um alla Moskvu og var að því kominn að örvænta, tókst honum loks, sér til mikillar gleði, að fiuna hið horfna sýnishorn seint um kvöldið. Sýnishornið lá á hnjánum á leik- hústorginu og mælti grátandi: „Sem heiðarlegur maður lýsi ég því yfir ... alvarleg mistök ... em- bættismaður í tólfta flokki ... ég hef engin mök átt við ... Hafi ég orðið að gista á lögrelustöðinni, þá tek ég guð til vitnis um, að það var vegna mistaka ... Guð varð- veiti keisarann! Að því er við kem- ur ökumanninum nr. 9214 og •blaðadrengurinn nr. 12 (ljóshærð- ur, 14 ára, bláeygur, engin sérstök auðkenni), þá veit ég með vissu, að þeir' eru áhangendur þessarar lireyfingar, einkum blaðadrengur- inn, sem selur ólögleg blöð .. - ég get gefið yður eina upplýsiugu enn, Moskvudeild rússneska komrnún- istaflokksnis ... og þó ég hafi gist á lögreglustöðinni, þá ...“. Margir, sem framhjá fóru, námu staðar og gáfu honum einn kópok. DYRAVÖRÐURINN var önn- um kafinn í hálfan mánuð við að skýra fyrir manninum frá 1905 þá atburði og þær umbyltingar, er orð- ið höfðu síðustu tuttugu árin. í byrjun þriðju vikunnar tók að renna upp ljós fyrir sýnishorninu. í lok þriðju vikunnar var hann ráðinn að ríkisfyrirtæki. í byrjun fjórðu vikunnar tók hann til rnáls í matarhúsinu og mælti við áhyrendur sína: „1905? Vitaskuld, vitaskuld man ég það. Ég get meira að segja sagt, að ég hafi tekið þátt í baráttunni við einveldið. Ég sat jafnvel í fang- elsi ... fyrir þátttöku í kröfugöng- unum ... Já, það voru tímar ... en hvað er um það að tala nú! Við vorum hinir gönilu byltingamenn, og við áttum svipuna alltaf yfir höfði okkar ...“ SAGT er, að hann hafi jafnvel haldið ræðu eitt sinn við góðan orðstír á hátíðarsamkomu til minn- ingar um atburðina 1905. En það er nú ekki alveg víst. Hinsvegar eru hitt allt stað- reyndir. ENDIR 48 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.