Heimilisritið - 01.10.1947, Side 51

Heimilisritið - 01.10.1947, Side 51
VEIT EKKI HVAÐ HÚN VILL Sp.: Kæra Eva. Ég hef einu sinni skrif- að þér áður og fengið svar, sem kom sér vel, svo ég leita þinna ráða nú aflur. Ég er tvítug, liá og grönn — velvaxinn, að því er fólk segir. Ég á heima í kaup- stað úti á landi og fer oft á dansleiki. Þá dansa ég hvern einasta dans, og stundum bjóða mér upp tveir eða þrír í einu. Ég er ekki lagleg, en líklega sjá stiákar eitt- hvað við mig, því ég veit um marga, sem eru skotnir í mér, þótt ég hafi enn ekki orðið verulega hrifin af neinum hér í ná- grenninu. Það koma iðulega ókunnuir strákar á böllin til okkar og oftast dansa þeir mest við mig, af stelpunum hérna, þó að það séu margar sætar og myndarleg- ar stúlkur hér í kaupstaðnum. Ég hef Iíka tekið eftir því, að þær senda inér stundum illt auga. Þetta eru oft laglegustu strákar, en ég verð aldrei hrifin, kannske bara smá- skótin, eins og það er kallað, og dansa ef til vill vangadans við þá, en rneina ekkert með því. Ileldur þú, Eva mín, að ég hafi ekki séð þann rétta ennþá? Stundum kem- ur líka fyrir, þegar ókunnir og Iaglegir strákar eru, að þeir dansa ekki, en þá langar mig til að dansa við þá (mér finnst lika skemmtilegra að dansa við stráka, sem ég þekki ekki, heldur en þá sem eru héðan). Þá reyni ég að vera nálægt þeim svo að þeir taki eftir mér. Ég get ekki að þessu gert. En elsku Eva mín, geturðu ekki vanið mig af jiessu (ég er alls ekki lauslát). Iþróttastnlka. Sv.: Ég hafði ekki ætlað mér að gera þessu bréfi þínu skil, en þegar ég las það aftur, nú seinna, fannst mér dálítið ^am- an að því og ákvað að birta það. Ég hef það á tilfinningunni, að fleiri stúlkur muni hugsa líkt og l>ú — og að ég sé ekki ein um að hafa ganmu af að lesa jietla bréf. Svarið jiarf ekki að vera langt. Þú veizt ekki enn hvað þú vilt, en fyrr en varir hitturðu þann, sem á eftir að verða lífs- förunautur þinn. Það kemur af sjálfu sér, trúðu mér. Vonandi verðurðu ])á orðin }>að jiroskuð, að þú jiekkir þinn vitjunartíma. Varðandi eftirskriftina, sem ég birti ekki, vil ég segja þetta: Vertu varkár í þessum sökum „Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla“. Líttu ekki langt yfir skammt. ÁST EÐA VINÁTTA Sp.: Ég er 19 ára gömul og er hrifin af ungum manni, sem ég hitti sjaldan, en þó held ég að hann hafi mikinn áhuga á mér. Hinsvegar á ég annan góðan xnn og við erum saman öllum stundum, þótt frá minni liálfu sé aðeins um að ræða vináttu í lians garð. Hann er altaf að bjóða mér á skemmtanir og lieim til sín. Ilann veit, að ég er hrifin af liinum manninum og fellur það illa. Viltu segja mér álit þitt um, hvað ég á að gera í jiessum efnum? Llsa. Sv.: Hvers vegna gefurðu „vini“ ]>ín- um svona oft tækifæri til þess að vera í návist þinni, fyrst þú elskar hinn? Auð- HEIMILISRITIÐ 49

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.