Heimilisritið - 01.10.1947, Side 52
vitað áttu að meta ástina meira en vin-
áttuna.
BRÉFASAMBAND
Sp.: Kæra Eva! Getur J>ú sagl mér,
livert ég á að snúa mér til þess að kom-
ast i bréfasamband við dreng eða stúlku
í Noregi?
Hvernig líst þér á skriftina? U.P.K.
Sv.: Snúðu þér til Norræna félagsins.
Formaður þess liér er Guðlaugur Rosen,
kranz.
Skriftin er ekki sem verst.
ÞYNGD OG L.TÓÐ
Sp.: 1. Eg er 18 ára og 164 sm. há.
Hvað á ég að vera Jrung?
Getui'ðu birt fyrir mig textann ,,One
Day When We Were Young(<; lagið er eftir
Strauss? Susý.
Sv.: 1. Þú átt að vera 57—58 kg.
2. Það mun verða reynt.
LÍKAMSÆFINGAR
Sp.: Svo er mál með vexti, að ég þreyt-
ist mjög á baki og hálsi, og reyndar er ég
farin að finna til þre.vtuverkja víðar um
Jíkamann, ef ég er lengi við eitthvað > erk.
Geturðu gefið mér nokkuð ráð við þessu?
Uthaldslaus.
Sv.: Hér er auðveld og einföld líkams-
æfing. sem ])ú skalt gera á hverjum morgni
— tólf sinnum í fyrstu, en oftar, allt að
fimmtíu sinnum, eftir því sem fram liða
stundir.
Þegar þú ert komin fram úr og hefur
fengið J)ér heitt bað færðu þér sæti. Þú
átt að sitja nokkuð gleitt og láta hand-
leggina hanga utan vert við hnén. Nú
beygirðu þig fram um injaðmarliðina,
Jiangað til höiuðið er komið niður á milli
hnjánna, fyrst til hægri og síðan til vínstri.
Beygðu þig eins mikið fram og niður og
þú getur, því ef þú hlífir þér er æfingin
tilgangslaus. Svo réttirðu úr bakinu og
endurtekur æfinguna.
Þessar auðveldu leikfimisæfingar eru
mjög hollar og heilsubætandi fyrir hvern
þann er iðkar þær á hverjum morgni, hvort
sem hann þjáist af bakverk eða ekki. Og
]>ær hafa þann stóra kost, að það er hægt
að sitja meðan maður iðkar þær, svo að
jafnvel lötustu manneskjur ættu ekki að
telja þær eftir sér.
UM ROY ROGERS
Sp.: T. Mig langar ákaflega mikið til að
vita eitthvað um kúrekahetjuna og kvik-
myndaleikarann Roy Rogers. Viltu verða
við bón minni?
2. Ég er 167 sm hár piltur. 16 ára gam-
all. Hvað á ég í)ð \-era þungur? Dúi.
Sv.: 1. Roy Rogers er vafalaust hinn
ókrýndi konungur þeirra, sem leika í kú-
rekakvikmyndum um þessar mundir enda
hefur hann halt aðalhlutverkið með hönd-
um í 50- 60 kvikmyndum siðustu 10 ár.
Auk þess kemur hann fram í útvarpi tvö
kvöld í hverri viku. TTann er 33 ára gam-
all, broshýr og unglingslegur. ITann er á-
gætur gítarspilari og söngmaður; liefur líka
haft ofan af fyrir sér sem slíkur, áður en
hann varð leikari.
2. Þú átt að vera um það bil 60 kg.
FLUGÞERNUSKILYRÐI
Svar til „Einnar af tuttugu“: I Banda-
ríkjunum eru haldin sérstök námskeið fyr-
ir væntanlegar flugþernur og eru skrifstof-
ur flugfélaganna hér líklegar til að gefa
upplýsingar í því sambandi. Annars eru
skilyrði til þess að verða flugþerna eink-
um þau, að viðkomandi hafi þokkalega
framkomu, sé sæmilega kurteis og geti tal-
að norðuilandamálin og ensku. ÖIl mennt-
un þar fram yfir er auðvitað vel þegin.
Eva Adams.
50
HEIMILISRITIÐ