Heimilisritið - 01.10.1947, Síða 54
„Jú, fyrir tveimur árum. Það var
um páskana. Þá var ekki svona
margt af fólki hérna“.
Poirot leit á hana, og sagði með
hægð:
„Það hefur eitthvað komið fyrir,
sem gerir yður órólega. Er það
ekki rétt?“
Hún kinkaði kolli, og sveiflaði
fætinum fram og aftur. Hún leit
niður fyrir sig og sagði:
„Ég hef séð svip; það er það,
sem angrar mig“.
„Svip!“
„Já“.
„Svip hvers?“
„Minn eigin svip“.
„Var það svo afleitur svipur?“
spurði Poirot.
„Sériega afleitur; hann skaut
mér skelk í bringu, skiljið þér ...“
Hún sat þögnl um stund. Síðan
mælti hún:
„Hugsið þér yður æsku mína.
Nei, þér getið það ekki. Þér eruð
ekki Englendingur“.
„Var það sériega ensk æska?“
„Alveg sérstaklega! Sveitin —
stór húshjallur ■— hestar og hund-
ar — langar göngur í illviðri —
peninga-vandræði — sömu kjól-
arnir ár eftir ár — blómagarður í
niðurníðslu ...“
Poirot spurði hóglega:
„Og langar yður þangað aftur?“
Rosamund Darnley hristi höf-
uðið.
„Það er ekki hægt að snúa aftur;
en ég hefði kosið að ganga aðra
braut“.
„Þetta undrar mig“, sagði Poi-
rot.
Rosamund Darnley hló.
„Já, mig líka“.
Poirot sagði:
„Þegar ég var ungur — og það
er nú æði langt síðan — fórum við
strákarnir stundum í leik, sem við
kölluðum: „Ef þú ættir að velja,
hver vildirðu þá vera?“ Svarið var
ritað í ljóðakver ungra stúlkna.
Það var ekki alltaf hægðarleikur að
svara“.
„Nei, því get ég trúað. Maður
gæti lent í vandasömu hlutverki.
Ætli maður kærði sig um að vera
einræðisherra eða Elísabeth prins-
essa. Aftur á móti þekkir maður
vini sína of vel. Ég man að ég
•kynntist einu sinni indælum hjón-
um. Þau voru þægileg og góð hvort'
við annað, að því er séð varð. Það
lá við að ég öfundaði frúna. Ég
hefði vel getað óskað mér að vera
í hennar sporum. Seinna frétti ég,
að þau höfðu ekki talast við í ein-
rúmi í ellefu ár“.
Hún hló.
„Þetta sýnir, hvað vart er að
treysta nokkru“.
Eftir augnabliks þögn sagði
Poirot:
„Margir hljóta að öfunda yður
mademoiselle“.
Rosamund Darnley sagði kulda-
lega:
52
HEIMILISRITIÐ