Heimilisritið - 01.10.1947, Síða 55

Heimilisritið - 01.10.1947, Síða 55
„O-já. auðvitað“. — Hún brosti háðslega. „Já — ég er eiu af þeirn sem kemst áfrani í iífinu! Eg nýt þess að skapa listræn verk — þannig lít ég á kjólana sem ég bý til. Mér líður ágætlega; ég er fallega vax- in, ekki ólagleg í andliti, og tung- an hóflega illgjörn“. Hún þagði stundarkorn, og brosti óþvingað. „En svo er nú það — ég á eng- an mann! Þar hef ég brugðist skyldu minni, finnst yður það ekki Poirot?“ „Mademoiselle“, sagði Poirot kurteislega“, það stafar af því, að enginn af karlkyninu hefur þókn- ast yður. Það er af frjálsum vilja, en ekki út úr neyð, sem þer eruð ógiftar“. Rosamund Darnley sagði: „Og þó er ég viss um að þér, eins og allir menn, álítið að engin kona sé ánægð, nema hún giftist og eignist börn“. Poirot yppti öxlum. „Að giftast og eignast börn er sjálfsagt eðli konunnar. En ekki nema ein af hundraði — nei þús- undi, er fær um að geta sér orð- stír og stöðu, eins og yður hefur tekizt“. Rosamund brosti. „Og' þó er ég ekki annað en piparjómfrú. Ég finn til þess núna. Ég væri ánægðari með sultarlaun, einhvern karldurg sein ég gæti kallað manninn minn, og krakka- hóp í kringum mig. Trúið þér því?“ „O-já, fyrst þér segið það sjálf- ar“. Rosamund var aftur komin í jafnvægi. Hún tók upp sígarettu og kveikti í henni. Síðan sagði hún: „Þér kunnið að umgangast kven- fólk, Poirot. Nú langar mig mest til að vera á öndverðum meiði við yður, og aðhyllast þá skoðun, að kvenfólk skapi sér sjálfstæða stöðu. Auðvitað líður mér ágæt- lega, eins og er, ég kannast við það“. „Þá er allur yðar heimur, eða eigum við að takmarka hann við Leathercombe Bay, harla góður?“ „Já“. Poirot tók nú upp sígarettuveski sitt, og kveikti í einum af þessum litlu vindlingum, sem voru uppá- hald hans. Hann athugaði vand- lega reykinn líða upp í loftið, og muldraði um leið: „Svo Kenneth Marshall. kap- teinn, er gamall vinur yðar!“ Rosamund rétti úr sér. „Hvernig vitið þér það? Ó, það er auðvitað Ken, sem hefur sagt yðar það“. Poirot hristi höfuðið. „Það hefur enginn sagt mér neitt. Það samrýmist starfi mínu að vita slíkt. Reyndar er það ó- sköp einfalt mál“. „Það fæ ég ekki séð“. „Jú, gætið þér að“, sagði Poirot, HEIMILISRITIÐ 53

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.