Heimilisritið - 01.10.1947, Síða 59
Hún fór að hugsa um kvöldið,
þegar þau komu. Það var hrein-
asta ævintýri að fara út í eyna.
Það var stórstreymt, og granda-
garðurinn í kafi. Þau urðu að fara
á bát. Og þegar þau komu upp á
hjallann, kom hávaxin, dökkhærð
kona á móti þeim og sagði: „Hvað
— Kenneth!“
Og faðir hennar svaraði undr-
andi:
„Rosamund!11
Linda hafði virt Rosamund
gaumgæfilega fyrir sér. Henni leizt
vel á hana. Rosamund, hugsaði
hún, er skynsöm. Hárið fór henni
vel, og klæðnaðurinn var dásamleg-
ur. Og svo var andlit hennar svo
ánægjulegt. Rosamund hafði sýnt
Lindu þægilegt viðmót; hún hafði
ekki látið dæluna ganga, ekki sagt
neitt (að segja eitthvað, var það
sem Linda kallaði alls konar að-
finnslur og háðsglósur). Og Rosa-
mund hafði ekki litið á hana eins
og einhvern fáráðling. Nei, hún
hafði litið á hana sem fullþroskaða
manneskju. Linda fann ekki oft
til þess, að hún væri fullþroskuð
manneskja, og hún var afar þakk-
lát því, að þannig væri litið á sig.
Faðir hennar virtist líka vera
ánægður yfir að liitta Rosamund
Darnley.
Það var skrítið — það var eins
og hann breyttist allt' í einu. Ilann
varð — ungur, já það var einmitt
það sem hann varð; hann hló eins
og strákur. Þegar Linda fór að
hugsa um það, hafði hún sjaldan
heyrt hann hlæja. Það var eins og
hún hefði allt í einu séð fyrir sér
annan mann.
„Hvernig skyldi pabbi hafa litið
út á mínum aldri“, hugsaði hún.
En hvað það hefði verið gaman,
ef þau hefðu getað verið hérna tvö
saman — og Rosamund Darnley
Iíún sá þetta í anda, föður sinn
kátan og hlæjandi, og allt það scm
hægt var að skemmta sér við..
Það sló skugga á þetta glæsta
útlit. Það var ekki hægt að
skemmta sér í návist Arlenu.
Linda 'gat það að minnsta kosti
ekki. Það er enga sælu að finna í
návist manneskju, sem maður hat-
ar, — já, hatar. Linda hataði Ar-
lenu.
Linda varð náföl, varirnar dróg-
ust sundur og augasteinarnir herpt-
ust saman. Hún kreppti hnefana ..
III.
KENNETH Marshall barði að
dyrum hjá konu sinni. Þegar hún
svaraði gekk hann inn í herbergið.
Mariena var að ljúka við að
snyrta sig. Hún sat við spegil og
var að sverta augnahárin.
„Ó, ert það þú, Ken?“
„Já, ég ætlaði að vita hvort þú
værir tilbúinn“.
„Augnablik“.
Kenneth Marshall gekk út að
HEIMILISRITIÐ
57