Heimilisritið - 01.04.1949, Blaðsíða 45

Heimilisritið - 01.04.1949, Blaðsíða 45
og í draumi heyrði hún Diönu segja: „Nú er komið að Kitty“. Hún gafst upp og tautaði stamandi: „Ég — ég kann — alls ekki á skíðum“. Allur hópurinn starði á hana. Það var ísköld þögn, þangað' til Lavvrence sagði allt í einu: „Kær- ið yður ekki um það, Kittv. Þó þér kunnið ekki á skíðum, eruð þér þrátt fyrir það heimsins bezti einkaritari“. „Nú skil ég“, sagði Diana. „Hún er skrifstofustúlka, sem hann hefur tekið með af því Connie gat ekki komið“. Kitty var bálreið við' Diönu, sjálfa sig, og allan heiminn, með- an Lawrence ók henni heim í kofann aftur. Rétt eftir hádegi tók að snjóa og síðdegis var stígurinn upp að kofanum kominn á kaf. Til þess að hressa sig ofurlítið, fór Kitty í nýja síðdegiskjólinn sinn, en þegar hún heyrði skíðafólkið koma, iðraði hana þess. Það var erfið'ara en nokkru sinni áður að samlagast félagsskapnum. Hún tók eftir breytingu á framkomu þeirra við sig. Nú vissu þau, að hún var ekki ein af þeim. Hún var skrifstofumús, sem sjálfsagt fékk tímakaup fyrir að skipa autt sæti við borðið. Enginn hafði fataskipti fyrir kvöldverðinn. Þegar tími var kominn til að aka niður að kránni, fóru þau í þykkar peys- ur og gengu út í hríðina. Það var kominn snarpur vindur. Kvöld- verðurinn í kránni var ennþá lé- legri en morgunværð'urinn, og þau flýttu sér heim aftur í kof- ann. Drykkjarföng voru tekin fram og sumir spiluðu á spil. Kitty læddist inn í herbergi sitt og háttaði og fór að lesa. Þegar Diana kom, lézt hún sofa. Næsta morgun voru rúðurnar hélaðar. Diana fór í skíðafötin, en Kitty klæddist nýja morgun- kjólnum. Þær urðu samferða út úr lierberginu án þess að hafa talazt orð við. Hópurinn safnað- ist smám saman í stóru stofunni. Lawrence kom síðastur. „Nú förum við aftur til að' borða þennan dásamalega morgun- mat“, sagði hann. „Ég held ekki það verði skíðaveður í dag“. Hann fór og lauk upp dyrunum — og hrökk aftur á bak, því snjóskriða féll inn. Snjóuð inni! Þau gerðu sér það ljóst næstu mínútumar. Stígurinn út til bílanna var kom- inn á kaf, og það gilti einu, því jafnvel Kitty hafði ekki munað eftir frostlög, svo engin von var til að hægt væri að koma þeim af stað, enda voru líka vegirnir ófærir. Lawrence fór fram í gang- inn til að síma, en kom brátt aftur og sagði, að sambandið væri rofið. HEIMILISRrriÐ 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.