Heimilisritið - 01.04.1949, Blaðsíða 23

Heimilisritið - 01.04.1949, Blaðsíða 23
Allt myndi verða öðruvísi, ef hún hefði hann við hlið sér á hverjum morgni og biði heim- komu hans á kvöldin. Sterkir, öruggir armar myndu vernda hana gegn óvissu og einstæðings- skap. ' „Svaraðu mér, Cathy“, bað hann. „Við skuluni taka ákvörð- un — í kvöld. Eg ætla að tala við Emily. Ég get fullvissað þig um, að hún tekur þetta ekki nærri sér. Ég læt hana fá helm- inginn, þrjá fjórðu af tekjum mínum. Ég get unnið fyrir meiru — ekkert getur hindrað mig í að komast áfram — með þig í faðminum —“ Hún reyndi að hugsa. Hún losaði sig úr faðmi hans og vissi ekki, hvort vorkunnsemi með honum eða hennar eigin örvænt- ing lá þyngra á hjarta hennar. Hún starði fram fyrir sig, en hann grúfð'i sig niður í öxl henn- ar og hélt utan um hana. Og svo sá hún Emily koma út. Hún sá hana horfa upp og niður götuna, og ganga síðan heim til Cathy og fara inn. Hún vissi, að Emily varð ætíð hrædd, ef hún var skilin eftir ein. „Roger hringdi og sagðist ekki koma heim fyrr en seint“, myndi hún segja. Ég er hrædd við að vera ein í þessu stóra húsi. Ég heyri undarleg hljóð, ef til vill er það bara vindurinn“. Augu hennar voru galopin og óttaslegin, eins og í hræddu barni. Hvað hafði Roger sagt um peninga? „Ég gef henni helming, þrjá fjórðu af tekjum mínum“ —Cathy mundi eftir Emily, þeg- ar hún kom hlaupandi á föstu- daginn. „Cathy, ég á ekki einn einasta dollar til að’ kaupa í matinn fyrir. Ekki veit ég hvað verður af þessum fimmtíu doll- urum á viku. Ég á ekki einn eyri, Cathy — vertu nú væn og lán- aðu mér tíu dollara þangað til á mánudaginn“. FIMMTÍU á viku. Það var meira en John hafði í tekjur. Af því þurfti að greiða öll útgjöld heimilisins. Fimmtíu á viku — jafnvel sjötíu — myndi vera eins og dropi í hafið í höndum Emily. Og hún myndi ekki eiga neinn að, ef Cathy færi burt með Roger. Og nú sá Cathy John koma út úr húsinu, með Emily á eftir sér. Hún sá þau standa undir götu- Ijósinu: tvö ringluð börn, yfirgef- in, horfandi upp og nið'ur göt- una. Þau voru að leita að ástrík- um höndum, sem gætu leitt þau aftur í örugga höfn. Tveir litlir spörfuglar: Emily og John. John, sem ekki gat eignast vini eins og faðir hans. John, sem gat ekki einu sinni hitað upp súpu, sem HEIMILISRITIÐ 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.