Heimilisritið - 01.04.1949, Síða 23

Heimilisritið - 01.04.1949, Síða 23
Allt myndi verða öðruvísi, ef hún hefði hann við hlið sér á hverjum morgni og biði heim- komu hans á kvöldin. Sterkir, öruggir armar myndu vernda hana gegn óvissu og einstæðings- skap. ' „Svaraðu mér, Cathy“, bað hann. „Við skuluni taka ákvörð- un — í kvöld. Eg ætla að tala við Emily. Ég get fullvissað þig um, að hún tekur þetta ekki nærri sér. Ég læt hana fá helm- inginn, þrjá fjórðu af tekjum mínum. Ég get unnið fyrir meiru — ekkert getur hindrað mig í að komast áfram — með þig í faðminum —“ Hún reyndi að hugsa. Hún losaði sig úr faðmi hans og vissi ekki, hvort vorkunnsemi með honum eða hennar eigin örvænt- ing lá þyngra á hjarta hennar. Hún starði fram fyrir sig, en hann grúfð'i sig niður í öxl henn- ar og hélt utan um hana. Og svo sá hún Emily koma út. Hún sá hana horfa upp og niður götuna, og ganga síðan heim til Cathy og fara inn. Hún vissi, að Emily varð ætíð hrædd, ef hún var skilin eftir ein. „Roger hringdi og sagðist ekki koma heim fyrr en seint“, myndi hún segja. Ég er hrædd við að vera ein í þessu stóra húsi. Ég heyri undarleg hljóð, ef til vill er það bara vindurinn“. Augu hennar voru galopin og óttaslegin, eins og í hræddu barni. Hvað hafði Roger sagt um peninga? „Ég gef henni helming, þrjá fjórðu af tekjum mínum“ —Cathy mundi eftir Emily, þeg- ar hún kom hlaupandi á föstu- daginn. „Cathy, ég á ekki einn einasta dollar til að’ kaupa í matinn fyrir. Ekki veit ég hvað verður af þessum fimmtíu doll- urum á viku. Ég á ekki einn eyri, Cathy — vertu nú væn og lán- aðu mér tíu dollara þangað til á mánudaginn“. FIMMTÍU á viku. Það var meira en John hafði í tekjur. Af því þurfti að greiða öll útgjöld heimilisins. Fimmtíu á viku — jafnvel sjötíu — myndi vera eins og dropi í hafið í höndum Emily. Og hún myndi ekki eiga neinn að, ef Cathy færi burt með Roger. Og nú sá Cathy John koma út úr húsinu, með Emily á eftir sér. Hún sá þau standa undir götu- Ijósinu: tvö ringluð börn, yfirgef- in, horfandi upp og nið'ur göt- una. Þau voru að leita að ástrík- um höndum, sem gætu leitt þau aftur í örugga höfn. Tveir litlir spörfuglar: Emily og John. John, sem ekki gat eignast vini eins og faðir hans. John, sem gat ekki einu sinni hitað upp súpu, sem HEIMILISRITIÐ 21

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.