Heimilisritið - 01.06.1950, Page 22

Heimilisritið - 01.06.1950, Page 22
Þetta byrjaði allt í Moncont- our. A níundu öld komst lítið brot úr hauskúpunni af sankti Maturin til Bretagne. Þetta bein var greypt í silfur og því fenginn staður í kirkjunni í Moncontour. Þar fór það að' gera heilmikið af kraftaverkum á sjúkum og sár- um, svo að pílagrímar streymdu að úr öllum áttum. Til þessa dags er Maturinsmessa, sem haldin er um hvítasunnulevtið, mesti geistlegur og veraldlegur stórviðburður ársins í Norður- Bretagne. Fyrst ganga pílagrímarnir skrúðgöngu í þjóðbúningum. Þá er hinn helgi dómur dýrkaður ýmist með því, að menn smella á hann kossi eða fleygja sér niður fyrir framan hann. Næst er hald- in ræða á Breton-mállýzku, en aðeins örfáir af söfnuðinum skilja eitt einasta orð í henni. Loks hefst mikill markaður, sem stendur í þrjá daga, og pílagrím- arnir, sem hafa hingað til orðið að sitja á sér, geta nú náð sér niðri við mat og drykk, söng og dans, ástabrall og verzlunarþjark í búðunum, sem settar hafa ver- ið upp í kringum Ponthiévre- torgið. Presturinn í Issy-en-Vilaine varð, árið, sem freistingin kom vfir hann, fyrir þeim heiðri, að vera beðinn að prédika á hátíð- inni á Breton-mállýzku, tungu feðra sinna. Þessi stutta ferð var heilmikill viðburður fyrir hann, því að hann fór sjaldan út úr sinni sókn, nema þegar kirkju- völdin kölluðu liann fyrir sig til Rennes til að standa reiknings- skap ráðsmennsku sinnar. Hann vafði brúnum pappír utan um náttskyrtuna sína og rakhnífinn, stakk þessum böggli undir hand- legginn en brevíaríum og ræðu- stúf í vasann, fór í strætisvagni til Lamballe, komst þar í áætl- unarbíl, sem var í sérstökum ferðum með pílagríma, og komst til Moncontour síðdegis. Þar tóku embættisbræður lians á móti honum, og í rökkrinu sté GEORGE BELLAIRS, höfudur ]>essarar smásögu, er Englendinsur. Hann fæddist árið 1902 skammt frá Manehcster. Hann naut góðrar skóla- menntunar og lauk prófi frá háskólanum í Lundúnum. Síðan hefur hann skrifað smíisögur, greinar og pistla um margvísleg efni í bUið og tímarit. Einnig hefur hann unnið við brezka útvarpið. I nokkur ár liélt liann há- skólafjTÍrlestra fyrir almenning um nútíðarsögu Evrópu. Fyrir styrjöldina (1939—15) fór hann oft til Þýzkalands og hefur skrifað margt um nazism- ann og ástand allt þar í landi. Til Bretagne í Frakklandi leitar hann iðulega sér til hvíldar og hressingar, þegar á milli verður annarra starfa hjá honum, og þangað er efnið sótt í þessa smásögu, sem H. V. sneri á íslenzku. 20 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.