Heimilisritið - 01.06.1950, Page 44

Heimilisritið - 01.06.1950, Page 44
Ur einu í annað Margir fuglar lifa í lífstíðar hjóna- bandi, og er fuglinn þá það gáfaðri en mannskefnan, að hann fer aldrei lengra frá maka s'tnum allan ársins hring, en að hann geti annað hvort heyrt til hans eða séð * Teblettum má ná úr með hreinu, sjóðandi vatni. Hellið vatninu yfir blett- inn og í gegnum hann. * Kristofer Kólumbus steig aldrei freti á meginland Ameríku. * Takmörkun framleiðslunnar er náð, þegar allir hafa það sem þeir þurfa.— Henry Ford * Sannleikurinn um ofdrykkjuna er sá, að í hinni óheiðarlegu verzlunar-sið- menningu vorra daga, er ekki htegt fyr- ir ódrukkinn mann að láta sér líða vel, en í heiðarlegri siðmenningu gceti hins- vegar engum drukknum manni liðið vel. G. Bernhard Shaw. # Málningarblettum, sem orðnir eru þurrir og gamlir, má ná úr ullar- og baðmullarefnum með klóróformi. Fyrst skal borið smjör á blettinn. * Hjólið er eiginlega það eina, sem mað- urinn hefur fundið upp af eigin ramm- lcik. Allt hitt hefur náttúran blásið hon- um í brjóst og bent honum á að meira eða minna leyti. * Við notum einungis lítinn hluta heil- ans ennþá. Ónotaði hlutinn er ótak- markaður. — Charles Mayo. Ef hárlos gerir vart við sig, er gott að bleyta hárið vel einstöku sinnum upp úr sterku saltvatni. # Lœknirinn: — Og munið að sofna alltaf á fastandi maga! Sjúklingurinn: — En ég get ekki sofnað nema ég liggi á bakið. * Trú án leyndardóma hættir að vera trú. — Manning biskup * Hœstsctta höfuðborg í heimi er La Pas í Boliviu. Hún stendur á fjalli, 12.4.JO fet yfir sjávarmál. # Til þess að gera hvíta þvottinn bragg- legan, er ágætt að láta matskeið af terpentínu í suðuvatnið. * Kennarinn: — Eru buxur í eintölu eða fleirtölu? Siggi litli (eftir langa umhugsun): — Þær eru í eintölu efst en í fleirtölu neðst. * Snillingurinn er 1% innblástur og 99% sviti. — Thomas A. Edison. * Rómverjar fluttu perur frá austurlönd- um til Evrópu og rcektuðu fyrstir Evrópumanna perutré. Sama er að segja um epli. # Ef rotta, sem veiðst hefur í gildru eða verið handsömuð lifandi á annan hátt, er smurð með lýsi eða öðru óþrifa- legu efni og síðan sleppt í holu sína aftur, má reikna með því að allar rott- ur flýi staðinn. 42 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.