Heimilisritið - 01.06.1955, Qupperneq 14

Heimilisritið - 01.06.1955, Qupperneq 14
Það var unaðslegur dagur. Það var einstaka ský í óviðjafn- anlegum bláma himinsins. Stúlk- an settist upp og andvarpaði. Hún horfði niður á líkama sinn, á mjúkar línurnar í brúnum handleggjunum, sem voru al- settir freknum og gullnum hár- um, á gamlan og upplitaðan baðmullarkjólinn, á brúna fót- leggina, sem voru hárlausir, af því að hún hafði rakað þá um morguninn með rakvélinni hans föður síns, sem hún hafði læðst með út úr baðherberginu og laumazt með aftur á sinn stað. Hún hafði barkarlita skó með trésólum á fótunum. Hún spark- aði þeim af sér og teygði úr tán- um í mjúku og röku grasinu. Seyðandi þrá gagntók hana. Allt það, sem ég þarfnast, er karlmaður, laglegur maður sem elskar mig og er tryggur, fer með mér í kvikmyndahús á laugardagskvöldum, talar við mig fyrir framan arininn á vetr- arkvöldum, og fer með mig á „Ljónið“ við og við. Það er allt, sem ég þarfnast. Ég bið ekki um mikið. Ég þarf einhvem, sem elskar mig heitt. Ég þarf að fá einhvern til að sitja við hliðina á mér í sólskininu. Sem svar við hugsunum henn- ar, kom ungur maður að girðing- unni, klifraði rólega yfir hana og gekk meðfram ánni. Stúlkan horfði forvitnislega á hann. Hann var þéttvaxinn með svart, hrokkið hár, með dökka sólbrennda húð og brún augu. Brúnköflótt skyrtan hans var opin í hálsmálið og sýndi mjúk- an, brúnan hálsinn. Hann er lag- legur maður, hugsaði stúlkan. Hann var spölkom frá henni og hnyklaði brúnirnar á ekki beint aðlaðandi hátt. „Hvað ert þú að gera hér?“ spurði hann. „Ég sit hérna bara,“ svaraði hún. „Þetta er eins góður staður til að sitja á, og hver annar, er það ekki? Eða átt þú landið?“ Maðurinn svaraði ekki, en eft- ir no.kkrar sekúndur settist hann niður nokkur fet frá henni, strauk á sér hnén og horfði út í ána. „Ég sat hérna bara,“ hélt stúlkan áfram, „og óskaði þess, þegar þú komst yfir girðinguna, að ég elskaði tryggan mann.“ „Maður skyldi nú ekki ætla, að þú yærir í neinu karlmanns- hraki,“ sagði maðurinn allt í einu og sýndi henni röð af hvít- um tönnum. „Jafn falleg stúlka, eins og þú ert.“ „Eg á ekki örðugt með að ná mér í karlmenn,“ sagði hún hirðuleysislega. „Mörgum geðj- ast að mér, en ég er vöruvönd.“ 12 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.