Heimilisritið - 01.06.1955, Side 18

Heimilisritið - 01.06.1955, Side 18
Piltdown-maðurinn endurborinn. Sérstaklega er áberandi hversu munni og kjálka svipar til munns og kjálka chimpanee-apans. og hver hafi verið uppi á um það bil sama tíma. Allt fram til þessa tíma hafa engar leifar frummannsins fund- izt í niðurburðum frá tertier- tímabilinu. Það er samt sem áð- ur á þessu tímabili, sem við get- um vænzt þess að finnist sam- eiginlegur forföður manna og apa, því einmitt á því öndverðu koma fyrstu apasteingerving- amir í ljós. Elztu leifar sem vit- að er um af manni, stafa frá upphafi pleistósen-aldar. Lengst af þessa tímabils, var meiri hluti norðurhvels jarðar þakinn ís-hjálmi, sem var á reiki eða dróst saman eða breiddi úr sér til skiptis, eftir því sem hita- stigið breyttist. Þess vegna hef- ur komið í ljós, að leifar frum- mannsins á þessu tímabili eru í sambandi við steinrunnin dýr, sem nú eru aldauða, og sum þeirra, svo sem forn fílategund ein, hljóta að hafa þarfnazt hlýs loftslags, en önnur hins vegar, svo sem hellis-björninn, og mammútdýrið stafa frá hörku- köldu tímabili. Það yrði lítið meira en ágizk- un ein, þótt reynt væri að á- kveða árafjölda þessara jarð- fræðilegu tímabila; en það hef- ur verið reiknað út, að elztu leif- ar af manni frá öndverðri eða lægri pleistósen-öld, við upphaf qvartiertímabils, geti ekki verið öllu yngri en hálfrar miljónar ára gömul. Sumir jarðfræðingar hafa tilhneigingu til að telja þetta of hátt metið, en aðrir aft- ur á móti hækka það upp í allt að eina miljón ára. Áður en horfið verður að því að athuga megintegundir frum- mannsins, sem fundizt hafa víðs vegar um heim, og skyldleika þeirra sín á milli, beinist athygl- in að tveimur spurningum. Hvar og á hvaða stigi þróunarinnar birtist maðurinn fyrst. Fyrstu heimkynni mannsins MJÖG ERU uppi skiptar skoð- 16 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.