Heimilisritið - 01.06.1955, Side 24

Heimilisritið - 01.06.1955, Side 24
frumstæðu tegundum frum- mannsins, Pitherantrophus, Pek- ingmanninum og Piltdown- mannium. Allir sýna þeir ættar- mó't, sem greinilega svipar til apanna. í öðrum atriðum aftur á móti nálgast bæði Pekingmað- urinn og Piltownmaðurinn það, að vera fyrirboðar eðliseinkenna „nútíma“ mannsins. Eðlisein- kenni þessi eru ekki algerlega samskonar með hinum tveimur tegundum, og e. t. v. er mismun- urinn jafnvel enn fróðlegri en líkindin. Arang|ur nákvæms samanburðar á þessum tegund- um frummannsins, er í raun og veru slíkur, sem myndi koma í ljós, ef náttúran hefði gert til- raunir með hin ýmsu þróunar- stig í áttina til nútímamannsins. Þungar og þéttar hauskúpur ALLAR eru hauskúpurnar þungar og þéttar og beinið ákaf- lega þykkt, enda þótt þær séu smáar í Pitherantrophus- og Pe- kingmanninum, sérstaklega hauskúlan í Pekingmanninum, sem fyrst fannst í Choukouti- en. Eftir því sem unnt er að mæla af kúpuskalla Pithecantrophus, þá reyndist rúmtak hauskúpu hans aðeins níu hundruð ten- ingssentimetrar, en hauskúpa sú, sem nefnd er Pekingmaður I, er um það bil eitt þúsund ten- ingssentimetrar. Ein hinna þriggja Peking-hauskúpna, sem nýlega hafa fundizt, hefur kom- izt allt upp í eitt þúsund og tvö hundruð teningssentimetra, en væntanlega er það undantekn- ing. Líkingar við apana MÆLINGAR þessar verður að bera saman við frumbyggja nú- tímans í Ástralíu, en hauskúpa þeirra er eitt þúsund og tvö hundruð teningsmetrar, og er jafnvel það lágt, miðað við nú- tímamann. Meðaltalsmál haus- kúpu nútímamannsins í Evrópu er tvö þúsund og fjögur hundr- uð og fimmtíu teningsmetrar. Hauskúpa Piltdown-mannsins er sennilega rúmlega eitt þúsund og þrjú hundruð teningssenti- metrar. Samanburður á gips- mótum í innanverðum hauskúp- um, sem sýna lögun og eðli heil- ans, leiða það í ljós, að þar sem heili Peking-mannsins hefur verið einn af frumstæðustu mannsheilum, sem þekkzt hafa, þá sýnir heili Piltdown-manns- ins ákveðna þróun í áttina til „nútíma“ mannsins. (Framh.) 22 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.