Heimilisritið - 01.06.1955, Side 25

Heimilisritið - 01.06.1955, Side 25
Hvað skeði í Paris! Eftir JOAN SEAGER Glettnisleg smásaga um eitt af ótal dæmum þess, hvern- ig hinn óviðjafnanlegi mátt- ur Parísartöfranna getur leyst mannlega náttúru úr viðjum hversdagsleikans. UNGFRÚ Emily Benson leit upp úr stílabókunum, sem hún var að leiðrétta, stakk blýant- inum milli tannanna og ein- blíndi út um gluggann. „Alla ævi hef ég ekki átt heit- ari ósk en að upplifa eitthvað spennandi,“ hugsaði hún. „Ég hef setið og beðið eftir að ein- hver draumaprinsinn kæmi þeysandi á hvítum hesti og brottnæmi mig á hnakknefinu — og hvað hef ég hlotið? Flokk óþægðaranga, sem láta öllum ill- um látum í kennslustundunum og koma með skriflegar um- kvartanir frá mæðrunum, lykt af appelsínum og rökum ullar- flíkum í kennslustofunni — og Henry, sem segir: „Það er ekki ,,Jœja, Henry," sagSi Emily, ,,hvað er að Jrétta aj dvölinni hjá Jrœnku þinni i Derby?" rétt að sitja á beru grasinu, það getur verið rakt.“ Eða: „Það er bezt við bíðum ennþá í nokkur ár með að gifta okkur.“ Þrjú ár voru liðin frá því hann sagði það. Góði, indæli Henry, sem gengur í ullarnærfötum á vetuma. Góði, leiðinlegi Henry með góðlegu, nærsýnu gráu aug- un. Emily andvarpaði. Þrátt fyrir allt var hún hrifin af Henry. Hann var góður og gegn og yrði fullkominn eiginmaður, JÚNÍ, 1955 23

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.