Heimilisritið - 01.06.1955, Qupperneq 28
„Við þökkum þessi orð — Par-
ís og ég,“ svaraði alvarleg rödd
á ensku, en með áberandi frönsk-
um mál'hreim.
Það lá við að Emily dytti út
um gluggann. Hún starði upp í
heiðan himininn, en ekki einu
sinni í París koma raddir að
himnum ofan. Svo kom hún
auga á hann. Hann stóð á flötu
húsþaki hinum megin við þröng-
an húsagarðinn. Hann var ung-
ur og grannvaxinn með svart
flagsandi hár og var í stuttbux-
um úr grófgerðu efni.
Emily horfði eftirvæntingar-
full til hans. „Ég hef heyrt að
vorið sé ennþá dásamlegra,"
sagði hún feimnislega.
„Já, sanparlega! Vorið stígur
París til 'höfuðs eins og freyð-
andi kampavín.“ Hann hló með
hvítum skínandi tönnum. „En
sumarið er djúpt og hættulegt.
Á sumrin getur maður glatað
hjarta sínu.“ Hann lyfti brúnum.
„Verið þér varkárar, mademoi-
selle!“
Emily hló. „Ég þakka aðvör-
unina,“ sagði hún. Hún lokaði
glugganum, veifaði til hans og
dró gluggatjöldin fyrir. Þegar
hún gægðist út aftur, var hann
horfinn. „Auðvitað er hann far-
inn,“ sagði hún við sjálfa sig.
„Ég sé hann sjálfsagt aldrei aft-
En þegar hún kom út úr hús-
inu hálftíma seinna, stóð hann
fyrir utan og beið hennar al-
klæddur, í gulri skyrtu og brún-
um buxum.
Hún fékk hjartslátt, þegar
hún leit í róleg augu hans.
„Ég heiti Pierre Frobert,"
sagði hann. „Við verðum að
kynnast. Það er fyrirfram á-
kveðið — ég finn það hér inni.“
Hann barði á brjóst sér. „Hvað
heitið þér?“
Emily hikaði. „Anna — Anna
Benson.“ Hún gat ekki heitið
Emily hérna í París — það átti
einhvem veginn ekki við.
„Komið.“ Hann rétti henni
arminn. „Ég ætla að kynna yð-
ur fyrir ástmey minni.“
„Ástmey yðar?“ stamaði Em-
ily.
„Já, madame París.“ Það var
glettnisglampi í dimmum aug-
unum. „Hún er ástmey mín —
elskuleg eiginkona mín — börn-
in mín — allt! Hún mun verða
hrifin af yður, mín ljúfa, enska
Anna. Hún mun sveipa um yð-
ur töfrahjúp sínum, því skal ég
lofa. Komið!“
Hann leiddi hana með sér eft-
ir götunni.
Skömmu síðar stóðu þau efst
uppi í Effelturninum. Emily
fannst líkast því sem þau hefðu
flogið þangað á vsengjum, því
26
HEIMILISRITIÐ