Heimilisritið - 01.06.1955, Page 41

Heimilisritið - 01.06.1955, Page 41
hann vék til hliðar og hleypti henni inn. „Hvernig geturðu?“ sagði hún ásakandi um leið og hún smaug fram hjá honum. „Hvemig get- urðu eftir þetta —?“ ..Get ég hvað?“ sagði hann kæruleysislega. „Og eftir hvað?“ Hann byrjaði að vef ja sér vindl- ing, og hann kveikti á eldspýt- unni við nögl sér. Hún sá að nöglin hafði svarta rönd, eins og hann hefði nýverið grafið í raka mold. — Hún litaðist um og sá um- merkin. Kjallarinn sagði henni ljóta sögu. Miklu ýtarlegar, miklu sannar en Jerry hefði sagt hana, ef hún hefði spurt hann. Það var hálf skuggsýnt, en þó nægilega bjart til þess að ekk- ert fór fram hjá henni. Sótugt ljósker hékk í vírspotta niður úr loftinu, og í skini þess gat hún lesið harmsögu kjallarans. Skápurinn stóð ekki á sama stað og í gær. Hann hafði dreg- ið hann þvert yfir gólfið, frá einum veggnum til annars. Og fyrir neðan skápinn var kynleg- ur, dökkur skuggi á gólfinu. Það var ekki skuggi, sem ljóskerið felldi af skápnum, því skugginn var ljóskersmegin við hann. Hann minnti á raka mold, sem hefur verið pæld upp og síðan þjappað niður aftur. Augu henn- ar voru ekki eins skörp og í æsku hennar. í einu horninu var skófla, sem aldrei áður hafði verið í kjall- aranum. Hún hafði stundum notað hana til að moka snjó af útidyratröppunum, og þegar hún hafði séð hana síðast hafði skóflublaðið verið rautt af ryði. En nú var ryðið horfið. Blaðið var dökkleitt eins og því hefði nýlega verið stungið í raka mold. „Það er kalt 'hérna niðri,“ sagði hann lævíslega. „Þú skelf- ur víst af kulda?“ Tennurnar glömruðu í munni hennar. „Hvar er hann?“ spurði hún.. „Hann er ekki uppi í herberginu sínu.“ Hún starði án afláts á dökka skuggann undir skápn- um. „Það veit ég vel,“ sagði hann„ „Hann er farinn. £g sá hann gegnum rifuna á kjallarahurð- inni.“ „En hann fer aldrei út fyrr en hann hefur fengið rakvatnið sitt.“ „Nú, í þetta sinn gerði hann það. Hérna, hann skildi þetta eftir handa þér.“ Hann fór inn á sig, og rétti henni svo kuðlaðan pappírssnepil. „Hann lagði hann á borðið í forstofunni. £g tók JÚNÍ, 1955 39.

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.