Heimilisritið - 01.06.1955, Page 45

Heimilisritið - 01.06.1955, Page 45
upphaflega skrift bókarans Ro- binsons. Þeir félagar gátu selt dálítið af sýrópinu og eyddu rúmlega 450 krónum í auglýs- ingar. Nokkrum árum síðar seldu þeir félagar hina leynilegu for- múlu og keypti hana maður að nafni Asa G. Gandler. Fékk hann hana fyrir gjafvirði, því að þeir Pemberton og Robinson höfðu ekki hugmynd um, hvílík gullnáma þessi formúla gat orð- ið. Gandler stofnaði félag um framleiðslu Coca-Cola og fer ekki af því frekari sögum, nema hvað drykkurinn varð æ vin- sælli og félagið dafnaði og óx. Gandler átti fyrirtækið til 1920, en þá seldi hann það stórauðug- um manni, Ernest Woodruff. Greiddi Woodruff hvorki meira né minna en 25 miljónir doll- ara, og var Gandler sannfærður um, að Woodruff hefði látið snuða sig illa með þeim kaup- um, enda greiddi hann óhemju fé fyrir Coca-Cola verksmiðj- urnar — og leynilegu formúl- una. En Woodruff var ekki eips ó- varkár og Gandler hélt. Þegar hann lézt fyrir nokkrum árum, var sagt, að hann ætti eignir, sem námu 200 miljónum dollara. Sonur hans, Robert, er enn æðsti maður félagsins, en stjórnendur þess og eigendur eru flestir ná- kunnugir eða skyldir og búa flestir í Atlanta. Er talið, að í þeirri borg einni, hafi 1000 menn, sem eiga í Coca-Cola verksmiðjunum eða hafa trún- aðarstöður við þær, orðið milj- ónamæringar í dollurum fyrir vikið. Aðalstöðvar Coca-Cola félags- ins í Atlanta eru yfirlætislausar byggingar. En frá þeim er heilu heimsveldi stjórnað. Coca-Cola er framleitt í rúmlega 80 lönd- um um allan heim. Þessi dökki drykkur í grænu flöskunum er jafn vinsæll í hitabeltinu sem heimskautalöndum. Hann er drukkinn árið um kring, ýmist einn sér af börnum og ungling- um jaft sem fullorðnum, eða í áfengisblöndum. Coca-Cola auðurinn setur mik- inn svip á borgina Atlanta, þar sem mest af honum hefur safn- azt upp. Fyrir hann hefur verið reistur háskóli, Emory háskól- inn, sem er að vísu ekki frægur skóli, en er sagður með afbrigð- um góður háskóli. Ýmsir menn, sem víða hafa ferðazt og víða drukkið Coca- Cola, fullyrða, að þessi drykkur sé hér á íslandi betri en hann er í sjálfu heimalandi sínu. Þetta gæti stafað af því, að vatnið í Reykjavík á vart sinn líka í víðri JÚNÍ, 1955 43

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.