Heimilisritið - 01.06.1955, Síða 46

Heimilisritið - 01.06.1955, Síða 46
veröld, 'þar sem „kjaminn" og sýrópið á að vera hið sama alls staðar. Á hinn bóginn eru til menn sem segja, að það sé sama hvaða gutl væri sett í Coca-Cola flösk- ’ ur, það mundi seljast um allan heim. Svo frægur er drykkurinn orðinn og svo rækilega auglýst- ur. Hvað sem þessu líður, fer Coca-Cola drykkja stöðugt vax- andi um allan heim, og.enn mun ekkert land vera til, þar sem eft- irspurn hefur verið fullnægt svo, að birgðir lægu fyrir, og fer þó framleiðslan vaxandi ár frá ári, þegar ekki koma fyrir hindran- ir eins og sykurskortur stríðs- áranna. Það er vissulega einkennilegt fyrirbrigði, að svo umsvifalítill varningur, sem þessi svarti svaladrykkur í raun og veru er, og allir svaladrykkkir hljóta að vera, þá skuli hann hafa breiðzt svo mjög út. Slíkt hefði aldrei getað orðið nema á 20. öldinni og lýsir samtíð okkar að vissu leyti vel. * FERÐASÖNGUR Ók. höf. Lag: R. Schumann í bikamum Ijómar hið leiftrandi vín; ó, lifið þið heil, sem með ást bíðið mín! Mín föðurhús kveð ég og fjalladrög blá, — til ferða mig dregurhin rammasta þrá. Hin óðfluga sól hefur alls enga töf á eilífri rás yfir lönd, yfir höf, og bylgjurnar ólgandi streyma að strönd, og stormarnir þjóta með gný yfir lönd. Með flughröðum skýjum fer fuglinn á sveim, í fjarskanum kvakar um þrá sína heim; og móðir vor, jörð, brunar máttug sitt skeið — eins munar hvern svein fram á ókunna leið. Þar heilsa ’honum fuglarnir handan við sæ, sem hreiður sér eiga við föður hans bæ, og blóm spretta úr jörð, þar sem fjærri hann fer. af fræum, sem andvarinn heiman að ber. Hann tínir þar blóm sinni brúður að gjöf og biður hvern fugl fyrir kveðju’ yfir höf; hann gengur ei aleinn í ókunnri bergð, því ástin er hvarvetna með á hans ferð. í bikarnum ljómar o. s. frv. 44 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.