Heimilisritið - 01.06.1955, Page 56
stjörnubLik
(Lag: Sven Gyldmark. — Texti: Val-
gerður Ólafsdóttir. — Sungið af Alfred
Clausen á l. M. 79. — Lagið er sungiS
í Hvítasunnumynd Bíefarbtós, Hafnar-
firSi: DœgurlagaskáldiS)
Tindrandi ljós leiftra frá stjömuher,
stjamanna glóð geislar í augum þér,
vornóttin hljóð með heiðbláan hvarm
hún hvíslar sín ljóð í elskhugans barm,
hans barm.
Sofandi blóm signir hinn ljúfi blær
síkvikur foss á hörpuna slær.
Um koldimma nótt eins blítt og um
bjartan dag
bergbúans ljóð með heillandi töfrabrag.
★
ÉG VEIT EI HVAÐ SKAL SEGJA
(Texti: Loftur GuSmundsson. — Sung-
iS af Soffiu Karlsdóttur á 1. M. flötu)
Ég veit ei hvað skal segja,
ég hugsa dag og nótt.
Það veldur stundum vanda
að vera eftirsótt.
Ég er svo ung og óreynd sál
og efi í hug mér býr.
Ég mundi kasta krónu, —
en þeir em bara þrír.
Ég veit ei hvað hvað skal segja,
ég held ég elski ’ann Jón.
Hann dansar eins og engill,
og ekur bíl sem flón!
En hrýtur eins og hrútur, svo
ég festi ei blund á brá.
Það sagði hún mér hún mamma ’ans,
já, hún mamma ’ans, svei mér þá!
Ég veit ei hvað hvað skal segja,
ég held ég elski ’ann Geir.
Hann hvíslar stundum, — „heyrðu",
en heldur aldrei meir.
Ég kyssti hann eitt kvöldið,
nei, — hann kyssti mig, svei mér þá.
Þá hrópaði drengur hissa, —
„Hc — heyrðu, ég rak mig á!“
Ég veit ei hvað hvað skal segja,
ég held ég elski ’ann Svein,
en vil og þori varla
að vera með honum ein. —
Hans atlot kveikja ástabál
svo æst og tryllt og heitt.
Það segja þær, Sjana og Gunna, —
ég sjálf veit ekki neitt!
Já, hvernig get ég vitað hvað ég skal
scgja,
hik og vafi í sál minni býr.
54
HEIMILISRITIÐ