Heimilisritið - 01.06.1955, Síða 60

Heimilisritið - 01.06.1955, Síða 60
truntu, og mér skal líka takast það, þó ég þurfi að vera að í all- an dag.“ > „Ef þér viljið ekki eyðileggja gott hestefni, ættuð þér að spara svipuhöggin,“ sagði Bruce. „Hann hefur ekki fengið nándar nærri það, sem hann á skilið. Það er eins með hesta og konur. Það verður að lumbra á þeim.“ Bruce horfði á hestinn, sem nötraði allur og var með blóðlit- aða froðu um kjaftvikin. „Aumingja folinn hefur þegar fegið alltof slæma meðferð,“ sagði hann. „Þér eruð varla dómbær um það,“ svaraði hinn. „Hver eruð þér eiginlega? Ég er Maurice Carnforth.“ „Bruce Kinlock,“ sagði Bruce og kinkaði kolli. Þetta var þá þessi Maurice — ekki ólögulegur í útliti, það varð Bruce að viðurkenna, en hafði komið upp um innræti sitt að nokkru með því að misþyrma hestinum. „Við erum nágrannar, hefur mér skilizt,“ hélt hann-áfram. „Rétt er það,“ sagði Maurice, „en látið mig ekki tefja fyrir yður.“ „Ef þér viljið, get ég látið S.ul- tan stökkva yfir, svo að hestur- inn yðar sjái að stökkið er hættulaust,“ sagði Bruce. „Ég þakka, en það er óþarfi. Ég kýs helzt að nota mína að- ferð við að venja hesta.“ Hann hljóp á bak hestinum á ný og sporaði hann áfram. Enn- þá einu sinni staðnæmdist hest- urinn við garðinn, og Maurice stökk af baki til þess að beita svipunni aftur. En hann vissi ekki fyrri til en snúið var upp á handlegg hans fyrir aftan bak og hann missti svipuna. Hann reyndi að losa sig, en missti við það takið á beizlinu, og í næstu andránni var folinn kominn á sprett út veginn. „Hvern fjandann eruð þér að gera?“ æpti hann tryllingslega. „Sleppið mér!“ Bruce lét að bón hans, og Maurice neri handlegginn, en horfði reiðilega á eftir hestinum. „Hvað eruð þér eiginlega að vilja hér á Kinlock Hall?“ spurði hann móðgaður. „Þér skuluð reyna að geta upp á því, meðan ég sæki hestinn yðar,“ sagði Bruce og reið frá honum. Hann kom með hestinn aftur eftir um það bil tíu mínútur. „Héma er hesturinn yðar,“ sagði hann, „og jafnframt vil ég nota tækifærið til að gefa yður heilræði. Brjótið ekki dýra- 58 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.