Heimilisritið - 01.06.1955, Page 62

Heimilisritið - 01.06.1955, Page 62
ég til að hitta Lindu aftur. Sjálf- sagt er sama máli að gegna um þig?“ Maurice kinkaði kolli og gekk framhjá henni til þess að fá illu aflokið og tala við föður sinn. 12. kapítuli DAGARNIR urðu bjartari og lengri, og frú Kinlock stjórnaði heimilinu með járnaga. Hún vék ekki um hársbreidd frá upphaf- lega settri áætlun að því er varð- aði breytingar á höllinni, og hún gerði þær í smá-áföngum, til þess að láta sem minnst verða vart við það. Hún sparaði hvorki fé né fyrirhöfn, og hún fór alla leið til Glasgow til þess að kaupa ný gluggatjöld, og hún valdi þau af ásettu ráði í ljósum lit- um, sem áttu illa við gamla veggfóðrið. „Það er tilgangslaust að ætla sér að 'koma nokkru lagi á hér í húsinu meðan allt gamla dót- ið er óbreytt,“ sagði hún við Lindu. „En það eru nýju gardínurnar þínar, sem setja svo ógeðfelldan blæ á allt,“ svaraði Lida. „Ef þú hefðir valið rólegri liti myndi það hafa verið áferðarfallegt.“ „Ef þú ætlar í alvöru að fara að gagnrýna mig,“ sagði frúin ofsafengin, „skaltu muna að ég get tekið það sem ósvífni af af þinni hálfu! Og það læt ég ekki bjóða mér. Ég vil ekki und- ir neinum kringumstæðum búa í gamaldags heimi þar sem ligg- ur við að maður kafni úr ryki.“ „Að mínu áliti var viðkunnan- legt hérna áður en nýju gardín- urnar komu,“ sagði Linda, „og það hefur aldrei neinn þurft að kvarta yfir ryki eða óhreinlæti í húsinu.“ „Ég krefst þess að þú skiptir þér ekki af þessu, Linda! Þú skalt hafa hugfast, að þú ert hér aðeins sem ritari hjá Bruce, og það veitir þér engan rétt til and- mæla. Og þú sérð sjálf, að við getum ekki látið þetta vera eins og það er. Ég ætla að láta vegg- fóðra eins fljótt og hægt er.“ Linda roðnaði af gremju. „Og það táknar auðvitað, að þá verður líka að skipta um húsgögn, vegna þess að þau gömlu eiga ekki við nýja vegg- fóðrið og nýju gólfteppin! Þeg- ar þú hefur verið við stjóm hér dálítið lengur, verður höllin sjálfsagt óþekkjanleg frá því sem áður var.“ „Það getur vel verið,“ sagði frú Kinlock, „en hún skal að minnsta kosti verða stílfalleg og þokkaleg.“ Frú Kinlock hélt áfram að setja nýtízkusnið á heimilið, og Bruce var svo önnum kafinn, að 60 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.