Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.07.2013, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 12.07.2013, Blaðsíða 6
Þ inglýstum leigusamning-um með íbúðarhúsnæði á öðrum ársfjórðungi fjölgaði um rúm 17% frá því á síðasta ári. Viðsnúningur hefur orðið frá því sem var á milli áranna 2011 og 2012 en þá var 14% sam- dráttur í fjölda leigusamninga. Fjöldi leigusamninga á öðrum ársfjórðungi í ár var svipaður og á sama tíma á árunum 2009- 2011 en þá var leigumarkaður- inn með íbúðarhúsnæði mjög líflegur. Sem dæmi má nefna að fjöldi leigusamninga á öðrum ársfjórðungi í ár hefur meira en tvöfaldast frá árunum 2006 og 2007. Það sem af er ári hefur leigu- samningum með íbúðarhús- næði fjölgað um 8,2% miðað við sama tímabil árið 2012. Jafn- framt hefur fjöldinn aukist um 8,8% milli maí og júní. Mikil árs- tíðasveifla er í fjölda þinglýstra leigusamninga, segir Greining Íslandsbanka sem leggur út af nýjum tölum sem Þjóðskrá Íslands birti í vikunni. Leigu- samningar eru fæstir á veturna en síðan fjölgar þeim frá vori til upphafs skólaárs á haustin þegar fjöldinn nær hámarki. „Samhliða því að þinglýstum leigusamningum fjölgar hefur vísitala leiguverðs á höfuð- borgarsvæðinu hækkað,“ segir Greiningin. „Nemur hækk- unin 10,5% frá maí 2012 til maí 2013 skv. tölum sem Þjóðskrá Íslands birti í síðasta mánuði. Raunverðshækkunin er um 7% á sama tímabili. Minni hækkun var á vísitölu íbúðaverðs á höf- uðborgarsvæðinu á tímabilinu, eða 6,5% að nafnvirði og 3,1% að raunvirði skv. tölum frá Þjóð- skrá Íslands og Hagstofunni. Leiguverð hefur hækkað um 8,5% að raunvirði frá því að Þjóð- skrá Íslands hóf mælingar á því í janúar 2011 fram í maí 2013. Á sama tíma hefur vísitala hús- næðisverðs á höfuðborgarsvæð- inu hækkað um 3,8%.“ jonas@frettatiminn.is  húsaleiga Umtalsverð fjölgUn Þinglýstra leigUsamninga Líf á leigumarkaði Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað umfram vísitölu íbúðaverðs Fjöldi leigusamninga á öðrum ársfjórðungi í ár var svipaður og á sama tíma á árunum 2009-2011 en þá var leigumarkaðurinn með íbúðarhúsnæði mjög líflegur. n ær allir leikskólar í Reykjavík loka í fjórar vikur og hefst tímabilið með fáum undantekningum í júlímánuði. Frístundaheimili í Reykjavík loka einnig flest seinni part júlí. Lokun leikskóla og frí- stundaheimila í júlí hefur þær afleiðingar að margir foreldrar þurfa að taka frí á sama þriggja vikna tímabili. Í Kópavogi er gerð könnun í öllum leikskólum til að ákveða hve- nær eigi að loka. „Yfirleitt eru það leikskóla- nefndir eða bæjarráð í hverju sveitarfélagi sem ráða hvernig sumarfríum er háttað, leikskólakennarar hafa ekkert um það að segja,“ segir Fjóla Þorvaldsdóttir, varafor- maður félags leikskólakennara. Algengara er því að foreldrar þurfi að ráða sér barnapíu ef þeir geta ekki verið með börnum sínum í júlímánuði. Leikskólar í Mosfellsbæ og Garðabæ bjóða hins vegar upp á vistun allt sumarið. „Leikskólar í Mos- fellsbæ fara í samstarf og hafa sameiginlega starfsstöð á einum leikskóla og hefur fyrir- komulagið staðið yfir í nokkur ár. Þessi leið var farin til að geta boðið fólki sem hefur ekki tök á því að fara í sumarfrí í júlí eða á tímanum sem bærinn ákveður að loka leik- skólum. Þetta hefur verið leið bæjarins til að koma til móts við foreldra í því,“ segir Aldís Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Mosfells- bæjar. Í Garðabæ er ekki heldur sumarlokun í leikskólum en þar er afleysingafólk ráðið á sumrin. Guðfinna B. Kristjánsdóttir, upplýs- ingastjóri Garðabæjar, segir að fyrirkomu- lagið hafi staðið yfir í mörg ár til þess að bjóða bæjarbúum betri þjónustu. En þjónustan er þó verst í Hafnarfirði þar sem sumarlokun er 5 vikur í leikskólum, ólíkt 4 vikum í Reykjavík og Kópavogi en æskilegt þykir að leikskólabörn fari samfellt í 4 vikna frí úr leikskólanum á ári hverju. „Sumar barnafjölskyldur í Hafnarfirði hafa séð eftir því að hafa keypt í Hafnarfirði út af þessu,“ segir Steinvör V. Þorleifsdóttir, for- maður foreldraráðs leikskóla Hafnarfjarðar. Segir hún meðlimi allra foreldraráða mjög ósátta við að leikskólar í Hafnarfirði loki í fimm vikur samfellt og að skipulagsdagar séu að auki sex. „Starfsfólk sumra fyrir- tækja, eins og t.d. Álversins, hefur ekki val um hvenær það fer í frí. Fólk hefur verið að taka sér launalaust frí og fjölskyldur hafa ekki getað tekið sumarfrí saman út af þessu,“ segir Steinvör. María Rut Kristinsdóttir, formaður Stúd- entaráðs Háskóla Íslands, segir strembið fyrir nemendur í sumarvinnu að púsla saman gæslu fyrir börnin sín vegna sumar- lokunar leikskólanna. „Það er í fyrsta lagi stress að vita ekki hvort að maður fær vinnu yfir sumartímann og svo bætist við að þurfa að finna gæslu,“ segir María Rut. Leikskól- arnir sem reknir eru af Félagsstofnun stúd- enta loka en þar er gerð könnun meðal for- eldra um hvaða tími henti best. María segir að hún hafi til dæmis ráðið 13 ára barnapíu fyrir barnið sitt í fyrra og hafi borgað um 10 þúsund fyrir vikuna. Segir hún að náms- menn í sumarvinnu muni um þau útgjöld. María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is Dagný Hulda Erlendsdottir dagnyhulda@frettatiminn.is Langflestir foreldrar úr vinnu í júlí Flestir leikskólar Reykjavíkur, Kópavogs og Hafnarfjarðar loka í fjórar vikur eða lengur í júlímán- uði sem leiðir til þess að flestir foreldrar fara þá í frí á sama tíma. Mosfellsbær og Garðabær bjóða hins vegar upp á betri þjónustu og bjóða leikskólavistun allt sumarið. Öll leikskólabörn eiga þó að taka 4 vikna samfellt frí úr leikskólum yfir árið.  leikskólamál sUmarfrí foreldra Júlílokun leikskóla veldur mörgum foreldrum vandræðum. Fólk hefur verið að taka sér launa- laust frí og fjölskyldur hafa ekki getað tekið sumarfrí saman út af þessu. Verið velkomin í eina glæsilegustu gleraugnaverlsun landins Ný verslun í göngugötu Splunkuný sending www.fronkex.is Súkkulaðibitakökur kemur við sögu á hverjum degi LÍFRÆNT DÚNDUR 6 fréttir Helgin 12.-14. júlí 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.