Fréttatíminn - 12.07.2013, Blaðsíða 6
Þ inglýstum leigusamning-um með íbúðarhúsnæði
á öðrum ársfjórðungi fjölgaði
um rúm 17% frá því á síðasta
ári. Viðsnúningur hefur orðið
frá því sem var á milli áranna
2011 og 2012 en þá var 14% sam-
dráttur í fjölda leigusamninga.
Fjöldi leigusamninga á öðrum
ársfjórðungi í ár var svipaður
og á sama tíma á árunum 2009-
2011 en þá var leigumarkaður-
inn með íbúðarhúsnæði mjög
líflegur. Sem dæmi má nefna að
fjöldi leigusamninga á öðrum
ársfjórðungi í ár hefur meira en
tvöfaldast frá árunum 2006 og
2007.
Það sem af er ári hefur leigu-
samningum með íbúðarhús-
næði fjölgað um 8,2% miðað við
sama tímabil árið 2012. Jafn-
framt hefur fjöldinn aukist um
8,8% milli maí og júní. Mikil árs-
tíðasveifla er í fjölda þinglýstra
leigusamninga, segir Greining
Íslandsbanka sem leggur út
af nýjum tölum sem Þjóðskrá
Íslands birti í vikunni. Leigu-
samningar eru fæstir á veturna
en síðan fjölgar þeim frá vori
til upphafs skólaárs á haustin
þegar fjöldinn nær hámarki.
„Samhliða því að þinglýstum
leigusamningum fjölgar hefur
vísitala leiguverðs á höfuð-
borgarsvæðinu hækkað,“ segir
Greiningin. „Nemur hækk-
unin 10,5% frá maí 2012 til maí
2013 skv. tölum sem Þjóðskrá
Íslands birti í síðasta mánuði.
Raunverðshækkunin er um 7%
á sama tímabili. Minni hækkun
var á vísitölu íbúðaverðs á höf-
uðborgarsvæðinu á tímabilinu,
eða 6,5% að nafnvirði og 3,1% að
raunvirði skv. tölum frá Þjóð-
skrá Íslands og Hagstofunni.
Leiguverð hefur hækkað um
8,5% að raunvirði frá því að Þjóð-
skrá Íslands hóf mælingar á því
í janúar 2011 fram í maí 2013.
Á sama tíma hefur vísitala hús-
næðisverðs á höfuðborgarsvæð-
inu hækkað um 3,8%.“
jonas@frettatiminn.is
húsaleiga Umtalsverð fjölgUn Þinglýstra leigUsamninga
Líf á leigumarkaði
Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað umfram vísitölu íbúðaverðs
Fjöldi leigusamninga á öðrum ársfjórðungi í ár var
svipaður og á sama tíma á árunum 2009-2011 en þá var
leigumarkaðurinn með íbúðarhúsnæði mjög líflegur.
n ær allir leikskólar í Reykjavík loka í fjórar vikur og hefst tímabilið með fáum undantekningum í júlímánuði.
Frístundaheimili í Reykjavík loka einnig
flest seinni part júlí. Lokun leikskóla og frí-
stundaheimila í júlí hefur þær afleiðingar
að margir foreldrar þurfa að taka frí á sama
þriggja vikna tímabili. Í Kópavogi er gerð
könnun í öllum leikskólum til að ákveða hve-
nær eigi að loka. „Yfirleitt eru það leikskóla-
nefndir eða bæjarráð í hverju sveitarfélagi
sem ráða hvernig sumarfríum er háttað,
leikskólakennarar hafa ekkert um það að
segja,“ segir Fjóla Þorvaldsdóttir, varafor-
maður félags leikskólakennara.
Algengara er því að foreldrar þurfi að
ráða sér barnapíu ef þeir geta ekki verið
með börnum sínum í júlímánuði. Leikskólar
í Mosfellsbæ og Garðabæ bjóða hins vegar
upp á vistun allt sumarið. „Leikskólar í Mos-
fellsbæ fara í samstarf og hafa sameiginlega
starfsstöð á einum leikskóla og hefur fyrir-
komulagið staðið yfir í nokkur ár. Þessi leið
var farin til að geta boðið fólki sem hefur
ekki tök á því að fara í sumarfrí í júlí eða á
tímanum sem bærinn ákveður að loka leik-
skólum. Þetta hefur verið leið bæjarins til að
koma til móts við foreldra í því,“ segir Aldís
Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Mosfells-
bæjar.
Í Garðabæ er ekki heldur sumarlokun í
leikskólum en þar er afleysingafólk ráðið á
sumrin. Guðfinna B. Kristjánsdóttir, upplýs-
ingastjóri Garðabæjar, segir að fyrirkomu-
lagið hafi staðið yfir í mörg ár til þess að
bjóða bæjarbúum betri þjónustu.
En þjónustan er þó verst í Hafnarfirði þar
sem sumarlokun er 5 vikur í leikskólum,
ólíkt 4 vikum í Reykjavík og Kópavogi en
æskilegt þykir að leikskólabörn fari samfellt
í 4 vikna frí úr leikskólanum á ári hverju.
„Sumar barnafjölskyldur í Hafnarfirði hafa
séð eftir því að hafa keypt í Hafnarfirði út af
þessu,“ segir Steinvör V. Þorleifsdóttir, for-
maður foreldraráðs leikskóla Hafnarfjarðar.
Segir hún meðlimi allra foreldraráða mjög
ósátta við að leikskólar í Hafnarfirði loki í
fimm vikur samfellt og að skipulagsdagar
séu að auki sex. „Starfsfólk sumra fyrir-
tækja, eins og t.d. Álversins, hefur ekki val
um hvenær það fer í frí. Fólk hefur verið
að taka sér launalaust frí og fjölskyldur
hafa ekki getað tekið sumarfrí saman út af
þessu,“ segir Steinvör.
María Rut Kristinsdóttir, formaður Stúd-
entaráðs Háskóla Íslands, segir strembið
fyrir nemendur í sumarvinnu að púsla
saman gæslu fyrir börnin sín vegna sumar-
lokunar leikskólanna. „Það er í fyrsta lagi
stress að vita ekki hvort að maður fær vinnu
yfir sumartímann og svo bætist við að þurfa
að finna gæslu,“ segir María Rut. Leikskól-
arnir sem reknir eru af Félagsstofnun stúd-
enta loka en þar er gerð könnun meðal for-
eldra um hvaða tími henti best. María segir
að hún hafi til dæmis ráðið 13 ára barnapíu
fyrir barnið sitt í fyrra og hafi borgað um
10 þúsund fyrir vikuna. Segir hún að náms-
menn í sumarvinnu muni um þau útgjöld.
María Elísabet Pallé
maria@frettatiminn.is
Dagný Hulda Erlendsdottir
dagnyhulda@frettatiminn.is
Langflestir foreldrar
úr vinnu í júlí
Flestir leikskólar Reykjavíkur, Kópavogs og Hafnarfjarðar loka í fjórar vikur eða lengur í júlímán-
uði sem leiðir til þess að flestir foreldrar fara þá í frí á sama tíma. Mosfellsbær og Garðabær
bjóða hins vegar upp á betri þjónustu og bjóða leikskólavistun allt sumarið. Öll leikskólabörn eiga
þó að taka 4 vikna samfellt frí úr leikskólum yfir árið.
leikskólamál sUmarfrí foreldra
Júlílokun leikskóla veldur mörgum foreldrum vandræðum.
Fólk hefur
verið að taka
sér launa-
laust frí og
fjölskyldur
hafa ekki
getað tekið
sumarfrí
saman út af
þessu.
Verið velkomin í eina glæsilegustu gleraugnaverlsun landins
Ný verslun í göngugötu
Splunkuný sending
www.fronkex.is
Súkkulaðibitakökur
kemur við sögu
á hverjum degi
LÍFRÆNT
DÚNDUR
6 fréttir Helgin 12.-14. júlí 2013