Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.07.2013, Blaðsíða 9

Fréttatíminn - 12.07.2013, Blaðsíða 9
Eftirlíkingar hönnunar Hlínar Reykdal Hálsmen og armbönd frá hönnuðinum Hlín Reykdal hafa notið mikilla vinsælda á undan- förnum árum en vörurnar hefur Hlín þróað frá árinu 2009 er hún útskrifaðist úr Listahá- skóla Íslands. Nokkur tilvik hafa komið upp þar sem fólk hefur gert eins skart og Hlín og selt. „Ég hef heyrt af nokkrum sem hafa selt eftirlíkingar af mínum vörum á Facebook. Svo hafa föndurbúðir líka haldið námskeið í að búa skartið mitt til,“ segir Hlín sem hefur þó ekki reynt að stöðva slíkt, enn sem komið er. „Ég tel að það sé nú kannski ekki beint einbeittur brotavilji að baki því þegar fólk býr til eftirlíkingar að einhverju sem því finnst fallegt heldur er virðingin fyrir hönnun og myndlist stundum ekki mikil. Fólk hugsar með sér að það geti nú alveg búið til svona en málið er flóknara en svo.“ Að sögn Hlínar er verið að skoða það innan hennar fyrirtækis hvernig best sé að verja hönnunina. Í sumar hefur fylgihlutaverslunin Kast- anía selt hálsmen gerð af Ástu Kristnýju Árnadóttur, undir merkinu Handa design, sem eru mjög lík hinum vinsælu hálsmenum Hlínar Reykdal. Eftir að Fréttatíminn hafði samband við eigendur verslunarinnar, þær Ólínu Jóhönnu Gísladóttur og Bryndísi Björgu Einarsdóttur, til að spyrjast fyrir um eftirlíking- arnar tóku þær þá ákvörðun að hætta sölu þeirra. Að sögn Ólínu var óheppilegt að verslunin hafi boðið upp á eftirlíkingar af vinsælli íslenskri hönnun en að eigendurnir hafi ekki gert sér grein fyrir því þegar varan frá Handa var tekin til sölu hversu lík hún væri hönnun Hlínar Reykdal. „Það er engan veginn í takt við okkar stefnu í Kastaníu að selja eftirlíkingar og við viljum frekar stuðla að velgengni frumkvöðla. Eftir ábendingu frá ykkur höfum við því ákveðið að hætta sölu á hálsmenum frá Handa.“ Ásta Kristný hjá Handa er þó þeirrar skoð- unar að framleiðsla hennar sé ekki eftirlíking af hönnun Hlínar Reykdal en viðurkennir þó að vör- urnar séu líkar. „Það er verið að selja hálsmen úr trékúlum víða,“ segir hún. Hálsmen Hlínar Reyk- dal eru með trékúlum og borða og segir Ásta það tilviljun að sum hennar hálsmena séu einnig þannig. „Fólk hefur beðið mig að gera hálsmen með borðum og því hef ég gert það. Hálsmenin eru merkt Handa design því ætti enginn að halda að þetta séu vörur frá Hlín Reykdal,“ segir Ásta. Mál yfirleitt leyst utan dómskerfisins Að sögn Lovísu Jónsdóttur, sérfræðings á sviði hugverkaréttar hjá Tego hugverkaráðgjöf, er mikil- vægt fyrir lítil jafnt sem stór fyrirtæki að sækja um hönnunarskráningu til að skrásetja rétt sinn. „Það virðast margir halda að hönnunarskráning virki ekki en vandinn er sá að lítil reynsla er til staðar innan dómskerfisins enn sem komið er. Það hefur þó gengið vel hjá mér hingað til að sækja rétt um- bjóðenda minna á grundvelli hönnunarskráningar.“ Lovísa segir algengast að slík mál séu leyst utan dómskerfisins, einkum vegna þess hversu kostnaðarsöm þau séu fyrir þann brotlega. „Þá er ég milligöngumaður fyrir hönd míns umbjóðanda við þann sem hefur framið brotið. Algengast er að þess sé krafist að sá greiði allan kostnað míns um- bjóðanda við að leita réttar síns, auk þess að greiða honum allan hagnað af sölu eftirlíkinganna og fargi svo framleiðslunni. Ég tek svo við sönnun þess að eftirlíkingum hafi verið eytt. Fyrirtæki geta valið þá leið að sækja um hönnunarskráningu og hafa þá haldbæra sönnun á rétti sínum til hönnunarinnar eða velja að sleppa skráningunni en vera fyrst á markaðinn með vöruna og ná sem mestu út úr því og þurfa þá jafnvel að sætta sig við að aðrir geri eftirlíkingar.“ Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is  Hugverkaréttur eftirlíkingar algengar Stolin hönnun víða til sölu Ástríður Magnúsdóttir, verkefnastjóri hjá Hönnunar- miðstöð Íslands. Mynd/Valgarður Gíslason. Lovísa Jónsdóttir, sérfræðingur hjá Tego hugverka- ráðgjöf. Mynd/Alda Sverrisdóttir. Vatnsaflsstöðvar nota fallþunga vatns til að knýja hverfla sem vinna rafmagn. Úrkomu og leysingavatni af jöklum landsins er safnað í uppi- stöðulón, sem flest eru á hálendinu. Lónin eru vatnsmest síðsumars og geyma þá um 4.600 gígalítra, eða 4,6 rúmkílómetra af vatni. Þessi forði gerir okkur kleift að vinna raforku jafnt og þétt allt árið. Velkomin í heimsókn! Gestastofur Landsvirkjunar eru opnar frá kl. 10-17 alla daga í allt sumar: Fljótsdalsstöð Gestastofa í Végarði og leiðsögn um Kárahnjúka miðvikudaga og laugardaga frá kl. 14-17. Búrfell Gagnvirk orkusýning og vindmyllur á Hafinu. Starfsfólk Landsvirkjunar tekur á móti gestum við vindmyllurnar kl. 13-17 alla laugardaga í júlí. Krafla Jarðvarmasýning í gestastofu. www.landsvirkjun.is/heimsoknir Orkuforðinn okkar Hálslón 2100 Gl1 Þórisvatn 1400 Gl2 Blöndulón 412 Gl3 Hágöngulón 320 Gl4 Krókslón 140 Gl5 Sultartangalón 109 Gl6 7 8 10 11 9 Kelduárlón 60 Gl Gilsárlón 20 Gl Bjarnarlón 5 Gl Ufsarlón og Vatnsfellslón 3 Gl Hrauneyjalón 33 Gl Miðlunarrými helstu lóna á Íslandi: 4 5 6 7 8 9 1011 412 Gl 56 km² 3 Miðlunarrými Flatarmál við fullt lón Blöndulón 1400 Gl 83 km² 2 Miðlunarrými Flatarmál við fullt lón Þórisvatn 2100 Gl 57 km² 1 Miðlunarrými Flatarmál við fullt lón Hálslón fréttir 9 Helgin 12.-14. júlí 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.