Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.07.2013, Blaðsíða 21

Fréttatíminn - 12.07.2013, Blaðsíða 21
Á hverjum laugardegi fer ég í mat til mömmu minnar og þangað kemur fjölskylda bróður míns líka. Við lifum ósköp venjulegu fjölskyldulífi nema ég kem með slæðu og fer ég afsíðis og bið. Fersk sósa og enn ferskari ostur Það er mörg hundruð ára gömul hefð að hræra saman gríska jógúrt, olíu og sítrónusafa í kalda sósu en sósan er samt alltaf jafn fersk. Saltaðu og pipraðu eftir smekk og notaðu út á kjöt, salöt, eða jafnvel bakaðar kartöflur. Það er skemmtileg tilbreyting að bera fram fetaostinn í stærri teningum eða jafnvel sneiðum. Uppskriftir á gottimatinn.is H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA sé stundum sú að fólk sé búið að ákveða fyrirfram að úr því hún sé múslimi hljóti hún að vera kúguð. „Samkvæmt Kóraninum eru kon- ur og karlar jafn rétthá og frétta- flutningur af því að það sé vegna trúarinnar að stúlkur fái ekki menntun er ekki réttur því sam- kvæmt trúnni ber foreldrum skylda til að mennta dætur sínar. Það eru því aðrar ástæður að baki því að stúlkur í fjarlægum löndum hljóti ekki menntun,“ segir Guðrún. Íris og Guðrún eru sammála um að samfélagið á Íslandi kúgi konur á margan hátt þó fólk geri sér ekki alltaf grein fyrir því. Íris bendir á að til dæmis vilji samfélagið hafa áhrif á það hvernig konur séu klæddar og hvort þær séu úti- eða heimavinnandi og spyr hvers vegna þær megi ekki ráða því sjálfar. „Fólk er að velta sér upp úr því hvers vegna konur séu með strípur, hvers vegna þær séu gráhærðar, hvers vegna þær séu ómálaðar, í svona þröngum fötum, í bikíní eða búrku. Af hverju er alltaf þessi þörf að stjórna því hvernig konur eru?“ spyr Íris sem telur mikilvægt að halda því til að haga að kúgun eigi sér stað víða, í öllum samfélögum og að það séu oft konur sem verði fyrir henni. Guðrún bendir á samfélags- miðilinn Facebook og hvernig ljósmyndir konur og jafnvel ungar stúlkur setji af sér þangað og sitji svo við tölvuna og bíði eftir að ein- hver skrifi við myndina hvað þær séu nú sætar og kynþokkafullar. „Maður er álitinn skrítinn ef maður vill ekki vera í þröngum fötum og sækjast eftir athygli frá karlmönn- um,“ segir hún. Kóraninn vísar leiðina í lífinu Íris og Guðrún eru sammála um að manngæska sé eitt helsta gildi íslam en leggja þó áherslu á að þær séu ekki neinir sérfræðingar í íslam, heldur bara venjulegir múslimar. „Ef maður heimsækir venjulega múslima fjölskyldu, ekki svona bandbrjálaðar eins og maður sér í sjónvarpinu, heldur venjulega, þá fer maður ekki aftur út nema hlaðinn gjöfum og vel saddur. Sama hversu fátækt fólk er, það gefur alltaf eins og það getur,“ segir Íris sem telur trúna hafa gefið sér meiri þolinmæði og skilning á til- gangi lífsins. Guðrún er sammála og segir trúna hafa gefið sér nýtt líf, skilning og von. „Þegar maður gengur í gegnum erfiðleika þá er Kóraninn alltaf með svar. „Stund- um er ég djúpt hugsi og svo þegar ég opna Kóraninn eða tölvuna þá kemur vers sem á akkúrat við það sem ég var að hugsa um. Ég hef fengið óteljandi sannanir fyrir því að hafa gert rétt með því að gerast múslimi. Mér finnst það æðislegt,“ segir hún. Vinkonurnar eru sammála um að Kóraninn sé þeirra handbók um líf- Íris og Guðrún að biðja í mosku Menn- ingarseturs múslima á Íslandi, við Skógarhlíð. Mynd/Hari. Alls eru 770 manns, búsettir hér á landi, meðlimir í söfnuð- um múslima á Íslandi. Í Félagi múslima á Íslandi í Ármúla í Reykjavík eru 465 manns en 305 hjá Menningarsetri mús- lima í Skógarhlíð. Upplýsingar af vef Hagstofunnar. ið. „Eins og þegar maður kaupir sér raftæki, þá fylgir alltaf með bækl- ingur um það hvernig á að tengja og svoleiðis. Kóraninn og Sunna, sem er bókaröð um ævi Múhameðs spámanns, er þannig handbók fyrir okkar líf,“ segir Guðrún. Múslimakonur á Íslandi halda hópinn Íris og Guðrún tilheyra hópi mús- limakvenna frá ýmsum löndum sem hittist reglulega. Þær leggja áherslu á að allar séu velkomnar í þann hóp, hvort sem konur séu múslimar eða ekki. ,,Stundum hafa konur sem eru að gera verk- efni tengd íslam í háskólanum hitt okkur,” segir Íris. Guðrún segir það efla hana í trúnni að halda góðu sambandi við hinar konurnar. „Oft hafa múslimar annað sjónarhorn sem skiptir miklu máli fyrir mig. Við erum líka allar svo góðar vin- konur,“ segir Guðrún og brosir blíð- lega til Írisar sem tekur undir það. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is viðtal 21 Helgin 12.-14. júlí 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.