Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.07.2013, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 12.07.2013, Blaðsíða 26
RúmGott · Smiðjuvegi 2 (við hliðina á Bónus) · Kópavogi · Sími 544 2121 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-16 · www.rumgott.is FAGLEG RÁÐGJÖF OG FRÍ LEGU- GREINING Komdu í heimsókn, prófaðu legugreininguna, og fáðu faglega ráðgjöf um val á heilsu dýnum, án skuldbindinga! 20-50% afsláttur af öllum heilsurúmum LAGERHRE INSUN Á ARINELDSTÆÐUM EINUNGIS 3 VERÐ! 19.900,- 29.900,- 39.900,- CLASSIC - rafstillanlegt Einbreið heilsurúm á verði frá 190.049,- Tvíbreið heilsurúm á verði frá 346.995,- DRAUMEY Einbreið heilsurúm á verði frá 70.224,- Tvíbreið heilsurúm á verði frá 129.360,- ROYAL - rafstillanlegt Einbreið heilsurúm á verði frá 302.391,- Tvíbreið heilsurúm á verði frá 566.991,- Frí heimsending á hjónarúmum eða tökum gamla rúmið upp í nýtt! H ún heitir Bei Wang en er aldrei kölluð annað en Betty. Hún ólst upp í nágrenni Sjanghæ, stærstu borgar Kína, þar sem faðir hennar rak veitingastað þegar hún var barn. „Þetta var mjög fínn veitingastaður og gestirnir voru aðallega ferðamenn sem vildu eiga notalega kvöldstund og borða góðan mat. Ég hugsaði oft með mér að það væri gaman að eiga svona stað. Það hefur eiginlega verið draumur minn alla tíð síðan,“ segir hún. Þótti afar ung Betty er aðeins 32 ára gömul en reynsla hennar í veitingabransan- um er mun lengri en aldurinn gef- ur til kynna. Hún kynntist eigin- manni sínum í Kína fyrir sex árum og flutti með honum til Íslands, en hann hafði búið hér frá sautján ára aldri. Hún er enn að læra íslensku og talar við mig á ensku. Til að ná betri tökum á íslenskri tungu hittir hún reglulega tvær íslenskar konur sem kenna henni íslensku og í staðinn kennir hún þeim kínversku. Betty er ekki aðeins eigandi veitingastað- arins Bambus heldur leggur hún mikla áherslu á að vera á staðnum og hitta viðskiptavinina. „Þess vegna þarf ég að drífa mig að læra góða ís- lensku,“ segir hún hlæjandi. Sautján ára gömul flutti hún frá foreldrum sínum og fór til Singapúr til að læra ferðamálafræði og sér- grein hennar var hótelstjórn. Með námi starfaði hún sem gengilbeina á fimm stjörnu veitingastað. „Ég eyddi öllum peningunum mínum í að heimsækja bestu veitingastað- ina í Singapúr og bragða á matnum þar.“ Eftir útskrift var henni boðin staða hjá stærstu hótelkeðju Kína við að þjálfa millistjórnendur. „Það þótti svolítið sérstakt hvað ég var ung. Flestir sem ég þjálfaði voru yfir fertugu. Yfirmaður minn hafði mikla trú á mér og vildi gera mig að yngsta hótelstjóra keðjunnar. Fram- tíðin var mjög björt,“ segir Betty. En síðan tók ástin völdin og hún kynnt- ist Davíð. Setti „ljóta" mynd á netið Mamma Betty hafði lagt að henni að eignast kínverskan eiginmann svo hún myndi ekki flytja langt frá fjölskyldunni. Betty skráði sig á vinsæla stefnumótasíðu í Kína og fékk símtal frá kínverskum manni sem bauð henni á stefnumót. „Ég var með mjög ljóta mynd af mér á síðunni,“ segir Betty, brosandi sem endranær. „Hann var svo hrifinn af því hvað myndin var venjuleg. Ég var ómáluð með stutt hár og búttaðar kinnar. Hann taldi þetta til marks um hvað ég væri jarðbundin og hafði samband. Þegar við hittumst síðan fyrst var ég búin að hafa mig til og honum fannst ég líta enn betur út en á myndinni. Við náðum strax saman,“ segir hún. Davíð sagðist búa erlendis en hún misskildi hann í fyrstu og hélt að hann byggi í borg í Japan sem hljómar líkt og Ísland á kínversku. Eftir viku samvist ákváðu þau að vera saman að eilífu. „Ég fór svo inn á Google-maps og sló inn Iceland og fékk hálfgert áfall þegar ég sá hvað Ísland var langt í burtu,“ segir hún. Það var samt ekki aftur snúið. Betty var þegar heilluð af kínverjanum Davíð. „Hann er frá- bær. Mér fannst hann allt öðruvísi en strákarnir í Kína. Örugglega því hann var búinn að búa á Íslandi allan þennan tíma. Við Davíð áttum það líka sameiginlegt að hafa sautján ára gömul ákveðið að kanna heiminn. Hann fór einn til Íslands og bjó hjá gamalli vinkonu mömmu hans sem mælti með landinu sem dásamleg- um stað til að búa á. Eftir því sem hann bjó hér lengur því heillaðri varð hann af landi og menningu og settist hér að.“ Davíð byrjaði að læra íslensku í Háskóla Íslands þar sem hann tók einnig áfanga í tölvunarfræði og við- skiptum. Hann starfaði hjá nokkrum fyrirtækjum eftir háskólanámið en Æskudraumurinn rættist á Íslandi Betty Wang hafði frá barnæsku dreymt um að reka veitingastað og draumurinn rættist loks í vor þegar hún keypti Bambus í Borgartúni sem sérhæfir sig í asískum mat. Hún fórnaði starfs- frama sínum í Kína til að flytja til Íslands með eiginmanni sínum. Á námsárunum eyddi hún öllum peningum sínum í að prófa mat á fínustu veitingastöðum Singapúr. Betty Wang leggur sig fram við að læra ís- lensku svo hún geti spjallað við gestina á Bambus. Mynd/Hari 26 viðtal Helgin 12.-14. júlí 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.