Fréttatíminn - 12.07.2013, Blaðsíða 20
Ég held að
slæðan sé
það erfiðasta
fyrir aðstand-
endur þegar
konur skipta
um trú og
verða mús-
limar.
LURKASU
MARIÐ
MIKLA ER
KOMIÐ
Þrjár nýj
ar bragð
tegundir
!
Þú verðu
r að próf
a
S töllurnar Íris Björk Sigurðardóttir, þrjátíu og níu ára og Guðrún Lára Aðalsteinsdóttir, tíu árum yngri, tóku þá ákvörðun fyrir
nokkrum árum að gerast múslimar. Þær segja líf
sitt hafa tekið töluverðum breytingum en að þær
séu þó enn sömu manneskjurnar og áður og að
þeirra nánasta fólki hafi létt við að átta sig á því.
„Fjölskyldan mín tók þessu bara furðu vel. Þau
höfðu séð mig lesa bækur um íslam áður en ég
byrjaði að ganga með slæðu og biðja,“ segir Guð-
rún Lára. Í upphafi héldu sumir að hún væri að
hafna öllu íslensku og því sem hún ólst upp við
en hún segir það vera fjarri lagi. „Oft er fólk búið
að breytast árin áður en það gerist múslimar, til
dæmis með því að hætta að neyta svínakjöts og
áfengis,“ segir hún. Íris Björk tekur í sama streng
og segir sitt fólk hafa tekið breytingunni nokkuð
vel. „Það var svolítið erfitt fyrir fjölskylduna
fyrst að sætta sig við þetta en það er nú enginn
búinn að útskúfa mér,“ segir hún og brosir. „Fólki
finnst það samt svolítið vesen að ég skuli ekki
borða svínakjöt eða drekka áfengi. Fyrir suma
er sú tilhugsun erfiðari en að ég skuli vera mús-
limi,“ segir Íris. Þær gera sér grein fyrir því að
það sé erfitt þegar fjölskyldumeðlimur ákveði að
fara aðra leið í lífinu en fólk hafði séð fyrir sér og
gerist múslimar og ali börnin sín upp samkvæmt
gildum íslam.
Íris er hjúkrunarfræðingur og kveðst stolt af
því að vera múslimi og segir öðrum hiklaust frá
trú sinni, hvort sem er í atvinnuviðtölum eða við
önnur tækifæri. „Fólk tekur því alltaf vel og ég á
alveg yndislega vinnufélaga sem hafa sýnt þessu
mikinn skilning og áhuga.“
Kóraninn
er okkar
leiðarvísir
Þær Íris Björk Sigurðardóttir og Guðrún Lára Aðalsteins-
dóttir eru múslimar og segja fjölskyldur sínar hafa tekið þeim
breytingum sem þær gerðu á högum sínum vel. Erfiðast sé þó
fyrir aðra að skilja hvers vegna sumar múslimakonur gangi með
slæðu. Guðrún Lára klæðast alltaf slæðu en Íris Björk aðeins
þegar hún biður bænir eða heimsækir mosku.
Venjulegt líf
Báðar eiga þær eiginmenn sem eru
múslimar og kynntust trúnni hjá
þeim þó þær hafi verið áhugasamar
um íslam áður. Maður Írisar er frá
Marokkó og eiga þau eina dóttur en
Guðrún á eiginmann frá Egypta-
landi og tvö börn.
Þær segja fjölskyldur sínar hafa
tekið eiginmönnunum vel og að
sömu sögu sé að segja um Íslend-
inga almennt. „Það hafa margir
farið til Marokkó sem ferðamenn
og finnst því gaman að maðurinn
minn sé þaðan,“ segir Íris. Upplifun
Guðrúnar er sú sama og segir hún
marga áhugasama um menningu
Egyptalands.
Þær stöllur segjast lifa ósköp
venjulegu lífi og gera flest það sem
aðrir geri, eins og að vinna, nota
Facebook og hitta vini sína og stór-
fjölskyldu. „Á hverjum laugardegi
fer ég í mat til mömmu minnar og
þangað kemur fjölskylda bróður
míns líka. Við lifum ósköp venju-
legu fjölskyldulífi nema ég kem
með slæðu og fer ég afsíðis og bið,“
segir Guðrún.
Slæðan það erfiðasta
„Ég held að slæðan sé það erfiðasta
fyrir aðstandendur þegar konur
skipta um trú og verða múslimar,“
segir Íris sem gengur aðeins með
slæðu þegar hún biður og heim-
sækir mosku. „Ég hef oft verið
spurð af hverju ég sé ekki alltaf
með slæðu en ég ákveð það sjálf
hvort ég gangi með slæðu eða ekki.
Sumir spyrja líka hvort maðurinn
minn sé ekki ósáttur við að ég sé
ekki alltaf með hana en það er ekki
hans að ákveða í hverju ég geng.
Það virkar alls ekki þannig í íslam
að eiginmaðurinn ráði yfir konu
sinni,“ segir Íris.
Að sögn Guðrúnar er hlutverk
slæðunnar að veita konum vernd.
„Það stendur í Kóraninum að slæð-
an verndi fyrir áreiti og öðru og ég
hef upplifað hana þannig. Með því
að setja upp slæðu er maður búinn
að láta samfélagið vita að maður
sé múslimi og að það beri að virða.
Fólk ber virðingu og fer ekki yfir
línuna. Til dæmis myndu karlar
síður koma upp að mér og faðma
mig. Slæðan virkar líka þannig
að maður er andlit trúarinnar og
minnir okkur á að ef við gerum eitt-
hvað slæmt þá gæti fólk tengt það
við trúna og þess vegna er best að
sleppa því. Guðrún segir það hafa
verið erfitt fyrir sína fjölskyldu að
skilja hvers vegna hún vilji ganga
með slæðu öllum stundum.
Guðrún segir marga eiga erfitt
með að trúa því að hún sé alíslensk
og velji að ganga með slæðu. Þegar
svo komi í ljós að hún tali íslensku
spyr fólk hvaðan foreldrar hennar
séu því það eigi erfitt með að trúa
að þeir séu íslenskir. „Sumir stoppa
mig úti á götu og vilja forvitnast
um íslam en það er alltaf á jákvæðu
nótunum. Svo er líka gott að ég sé
með slæðuna því margir útlend-
ingar sem eru nýkomnir til Íslands
stoppa mig og spyrja hvar moskan
sé. Þeir vita að ég er með það alveg
á hreinu,“ segir hún og brosir.
Þegar Guðrún byrjaði að ganga
með slæðu vann hún á hjúkrunar-
heimili og segir fólk hafa verið
svolítið undrandi í byrjun. „Það var
einn vistmaður á heimilinu sem
spurði mig á hverjum degi hvort ég
væri nú ekki örugglega búin að fara
með morgunbænirnar. Svo voru
líka margir sem höfðu áhyggjur
af því að mér væri allt of heitt með
slæðuna en það var svo merkilegt
að líkaminn vandist því strax að ég
vera með slæðuna og mér er aldrei
of heitt inni við,“ segir Guðrún.
Kúgun kvenna
Írisi og Guðrúnu gremst sú mynd
sem dregin er upp af íslam í fjöl-
miðlum og leggja þær áherslu á að
þeir múslimar sem kúgi konur geri
það af öðrum ástæðum en trúar-
legum. „Konum er gert hátt undir
höfði í Kóraninum og mikil áhersla
lögð á að karlar komi vel fram við
þær. Sannur múslimi kemur vel
fram við konuna sína og alla aðra,“
segir Íris og Guðrún tekur undir
það og bætir við að hennar upplifun
Guðrún Lára Aðalsteinsdóttir og Íris Björk Sigurðardóttir, ásamt börnum Guðrúnar, þeim Ómari Abdallah og Írisi Amal. Mynd/Hari.
Arabíska orðið íslam þýðir
friður, hlýðni og undirgefni.
Orðið múhameðstrú er
rangnefni á íslam.
20 viðtal Helgin 12.-14. júlí 2013