Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.07.2013, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 12.07.2013, Blaðsíða 2
Smurostar við öll tækifæri ms.is ... ný bragðtegund H VÍ TA H Ú SI Ð / SÍ A - 1 1- 05 09 Ný bragðtegund með pizzakryddi Ný viðbót í ... ... baksturinn ... ofnréinn ... brauðréinn ... súpuna eða á hrökkbrauðið Íþróttahetjan og fjölmiðlamaðurinn dáði, Hermann Gunnarsson, varð bráðkvaddur í byrjun júní aðeins 66 ára gamall. Blaðamaðurinn Orri Páll Ormarsson hafði í samvinnu við Hemma unnið að ævisögu hans í rúmt ár þegar hann féll frá. Bókin var svo gott sem tilbúin þegar Hemmi lést og í samráði við nánustu ættingja hans hefur verið ákveðið að bókin muni koma út í haus. Eins og Hemmi sjálfur hefði viljað. O rri Páll Ormarsson, blaðamaður á Morgun-blaðinu, var snemma árs 2012 fenginn til þess að skrifa litríka ævisögu Hermanns Gunnarssonar. Hann og Hemmi höfðu unnið að bókinni í rúmt ár þegar Hemmi féll óvænt frá í fríi á Tælandi. Þeir voru komnir það langt með bókina að Hemmi var búinn að fara vandlega yfir handritið og tók nýjustu útgáfu þess með sér í sína hinstu för. Því var ákveðið, í samráði við nánustu ættingja hans, að halda stefnunni og gefa bókina út. Jón Þór Eyþórsson, hjá Senu sem gefur bókina út, segir að eftir fund með nánustu ættingjum Hemma hafi verið ákveðið að gefa bókina út í haust. „Við ákváðum þetta enda er þetta það sem Hemmi hefði viljað,“ segir Jón Þór. Skrásetjarinn Orri Páll tekur í sama streng. „Við byrjuðum á þessu vorið 2012 þannig að við Hemmi vorum búnir að vinna að bókina síðustu fjórtán eða fimm- tán mánuðina sem hann lifði. Þannig að bókin var þannig séð tilbúin,“ segir Orri Páll og bætir við að þeir hafi aðeins átt eftir að fara yfir þau verkefni sem Hemmi var að fara að taka sér fyrir hendur. „Við ætluðum að ganga frá því þegar hann kæmi heim úr fríinu. Hann var búinn að fara vel yfir handritið. Fékk fyrstu drögin að því fyrir áramót og fór með síðustu uppfærðu útgáfuna af því í þessa hinstu ferð.“ Orri Páll segir að óvænt frá- fall Hemma hafi vitaskuld breytt öllum forsendum en þeir hafi verið komnir nógu langt til þess að hann sæi fært að halda áfram án söguhetjunnar. „Bókin var það langt komin og hann búinn að lesa hvern einasta staf sem í henni stendur sjálfur. Annars hefði ég aldrei tekið í mál að gefa hana út. Ef þetta hefði verið komið skemur á veg og Hemmi ekki búinn að lesa neitt yfir þá hefði þessu verið sjálfhætt.“ Eins og alþjóð veit lifði Hemmi Gunn viðburðaríku lífi. Hann var á sínum tíma einn allra besti knattspyrnumaður landsins, var vinsælasti sjónvarpsmaður Íslands, tónlistarmaður af guðs náð og al- mennur gleðigjafi þótt hann tækist á stundum á við sjálfan sig. Saga Hemma verður því væntanlega skemmtileg lesning eins og hann sjálfur og huggun harmi gegn að honum og Orra Páli hafi tekist að færa lífsferil þessa eins dáðasta Ís- lendings síðari tíma í letur áður en óvænt kallið kom. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is  Hemmi Gunn ÆvisaGan kemur út í Haust Fór með handritið í sína hinstu för Bókin var það langt kom- in og hann búinn að lesa hvern einasta staf sem í henni stendur sjálfur. Víkingafélagið Einherjar í Reykjavík mun halda fyrstu víkingahátíðina sína „Ingólfshá- tíð“ til minningar um Ingólf Júlíusson ljós- myndara sem lést úr bráðahvítblæði fyrr á árinu en síðar landnámsmannsins Ingólfs Arnarsonar. Dætur Ingólfs Júlíussonar munu reisa fána Ingólfshátíðar. „Þetta er fyrsti fáni Reykjavík- urborgar frá árinu 1930 eftir Tryggva Magn- ússon sem var í gildi til ársins 1956 þegar núverandi fáni Reykjavíkurborgar var tekinn í notkun, árið 1957,“ segir Gunnar Ólafsson. „Sex mjög vel útbúnum og glæsilegum víkingatjöldum verður stillt upp í Hljómskála- garðinum en leikmyndin er sjálfur Hljóm- skálagarðurinn. 20 manna hópur víkinga er á leiðinni til landsins. Þeir koma frá Englandi og Noregi og við erum sjálf um 30 manns. Við munum hafa hestasýningu og bardaga- sýningu en leika þetta síðan eftir hendinni. Hátíðin verður frá klukkkan 12-18 á morgun laugardag og á sunnudag. Það er víst búið að spá einhverri lægð þannig að við verðum að spila þetta eftir því, þá verðum við inni í tjaldinu,“ segir Gunnar. Gunnar var í miklum samskiptum við borg- ina við undirbúning hátíðarinnar. „Borginni leist mjög vel á hugmyndina, og samskiptin við borgina hafa verið mjög góð,“ segir hann. Sýningin verður fyrir alla og verður ókeypis. „Þessi sýning verður alltaf ókeypis í framtíð- inni. Þessi sýning er stoltið okkar, við höfum svo gaman af þessu,“ segir Gunnar. Gunnar segir að Ingólfshátíð muni byrja með smáu sniði en markmiðið sé að láta hana stækka og gera hana að mjög stórum við- burði í Reykjavík í framtíðinni. „Við getum lært af þeim sem héldu hinsegin daga. Í dag er sú hátíð eins og 17 júní. Það sem við höfum lært frá þeim er að hafa trú á því sem maður er að gera.“ Gunnar segir að það hafi komið margoft fram í samskiptum sínum við útlendinga að þeir vilji kynnast alvöru vík- ingamenningu þegar þeir heimsæki landið. Því geti þessi hátíð laðað fólk til landsins. Dætur Ingólfs heitins Júlíussonar munu reisa fána Ingólfshátíðar. „Þetta er fyrsti fáni Reykjavíkur- borgar frá árinu 1930 eftir Tryggva Magnússon sem var í gildi til ársins 1956.  einHerjar víkinGaHátíð í HljómskálaGarðinum um HelGina Fáni Reykjavíkur endurvakinn á Víkingahátíð María Elísabet Pallé maria@ frettatiminn.is Forsætisráðherra sprengir viðhafnarsprengju Sigmundur Davíð Gunnlaugsson for- sætisráðherra setur í dag, föstudag, með formlegum hætti í gang fram- kvæmdir við Vaðlaheiðargöng, þegar hann ýtir á hnappinn og sprengir svokallaða viðhafnarsprengju við jarðgangagerðina. Sprengingin er áætluð milli klukkan 14 og 15, að því er Vikudagur greinir frá. Þar kemur fram að af öryggisástæðum verði að takmarka fjölda þeirra sem verða viðstaddir þessa fyrstu sprengingu við gangamunnann á Svalbarðsströnd og því er fólk beðið um að gera sér ekki ferð á svæðið af þessu tilefni. Talið er víst að sprengingin heyrist vel frá Akureyri. Arnarhræ fannst í Djúpafirði Arnarhræið var vel heil- legt, jafnvel augun voru enn heil, segir á síðu Arnarsetursins í Króksfjarðar- nesi. Merk- ingar sýndu að fuglinn var átta ára þegar hann drapst. Mynd/Arnarsetur Íslands Dauður örn fannst í Djúpafirði í Gufudalssveit í Reykhólahreppi nýverið. Starfsmenn Arnarseturs Íslands í Króksfjarðarnesi náðu í fuglshræið daginn eftir, að því er fram kemur á síðu þess, en það var í fjörunni. Lasburða örn hafði sést á þessum slóðum vikurnar á undan en ekki tókst að fanga hann. Reyndist um sama fugl að ræða. Fuglinn var heillegur og hefur því drepist nýlega en var orðinn ansi horaður, að því er segir á síðu Arnarsetursins. „Örninn var með litmerki á báðum fótum, en þau geta sagt til um uppruna hans og aldur. Samkvæmt upplýsingum Náttúrufræðistofnunar Ís- lands var hann merktur sem ungi í hreiðri við Húnaflóa sumarið 2005 og náði því átta ára aldri. Síðan þá höfðu engar fréttir borist af honum en tvö systkini hans hafa sést á síld í Kolgrafafirði undanfarna vetur.“ - jh Strandblakvellir í Kjarnaskógi Unnið er að gerð tveggja strandblakvalla í keppnisstærð í Kjarnaskógi við Akureyri, að því er fram kemur á vef Akukreyrarbæjar. Áætlað er að vellirnir verði tilbúnir til notk- unar um næstu mánaðamót eða fyrir versl- unarmannahelgi. Strandblakvöllum er alltaf að fjölga og eru nú komnir tæplega 40 vellir sem hægt er að spila á, reyndar í mismunandi ástandi, að því er segir á vefnum strandblak. is. Á morgun, laugardaginn 13. júlí, verður þriðja stigamót sumarsins haldið. Að þessu sinni verður mótið haldið að Egilsstöðum en þetta er í fyrsta sinn sem þar er haldið stiga- mót BLÍ. Tveir vellir eru á Egilsstöðum, annar með skeljasandi en hinn með svörtum sandi sem sagður er í senn erfiður og skemmtilegur. Tvö fyrri stigamót þessa sumars fóru fram í Kópavogi og á Þingeyri. - jh Hermann Gunnarsson og Orri Páll Ormarsson voru langt komnir með ævisögu Hemma þegar hann féll frá og bókin kemur því út með haustinu. Alveg eins og Hemmi vildi hafa hana. 2 fréttir Helgin 12.-14. júlí 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.