Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.07.2013, Page 24

Fréttatíminn - 12.07.2013, Page 24
J ón Eðvald Vignisson er ný-orðinn 29 ára. Hann er einn þeirra sem stofnuðu hugbún- aðarfyrirtækið CLARA árið 2008. Bandaríski hugbúnaðarrisinn Jive Software keypti fyrirtækið í sumarbyrjun og strákarnir eru nú að undirbúa búferlaflutninga þar sem þeir fylgja með í kaupunum og munu halda áfram þróunar- starfinu sem þeir hófu í Reykjaík í Sílíkondalnum í grennd við San Francisco. Flaggskip CLARA er greining- artólið Resonata sem safnar saman mikilægum upplýsingum um net- samfélög. Jón Eðvald lagði grunn- inn að hugbúnaðinum enda var hann í upphafi fyrsti og eini forrit- ari fyrirtækisins og var aðeins 24 ára þegar CLARA var stofnað. „Okkur leiddist í Háskólanum, létum slag standa og lögðum í raun ekki upp með annað en að gera eitt- hvað og það vildi svo bara þannig til að ég var eini forritarinn í hópnum. Ég var í tölvunarfræðinni og hugbúnaðarverkfræði þótt ég hafi klárað hvorugt á endanum. Einn okkar var í iðnaðarverkfræði, annar í sálfræði og sá fjórði í heim- speki. Okkur þótti þetta dálítð góð breidd og þetta var svolítið fjöl- breyttur og skondinn hópur.“ Tölvunörd frá blautu barnsbeini Jón Eðvald hefur verið með putt- ana á lyklaborðinu nánast frá því hann man eftir sér. „Jú, jú. Ég hef eitthvað verið að tölvunördast alla tíð og þannig er það gjarnar með forritara. Ef ég man rétt sló ég fyrsta forritið mitt inn á Commmo- dore 64 tölvu og var þá sex ára eða þar um bil.“ En minnir þá sagan á bak við CLARA ekki glettilega mikið á upphaf Microsoft og Apple þar sem þeir Bill Gates og Steve Jobs flosnuðu upp úr námi og lögðu grunninn að þeim stórveldum sem fyrirtækin eru í dag? „Þetta er kannski ekki alveg á sama skala og hjá þeim,“ segir Jón og hlær. „En jú. Annars er þetta bara spurning um að elta þau tæki- færi sem manni bjóðast. Okkur tókst þarna með einhverri sam- blöndu af þrautseigju, dugnaði og bara heppni að púsla þessu saman og fengum þannig tækifæri til að gera eitthvað áhugavert og það var um að gera að stökkva bara á það.“ Þegar hjólin byrjuðu að snúast má segja að CLARA hafi tekið námið yfir hjá strákunum og það kom ekki annað til greina en að demba sér í reksturinn af fullum krafti. Mikið brölt að baki velgengninni Jón Eðvald segir þá félaga ekki hafa lagt upp með að ná þeim árangri að renna saman við útlenda hugbúnaðarrisa en fyrir lítið tæknimiðað fyrirtæki eins og þeirra sé þetta alveg eðlileg lending. „Það var í raun aldrei í kortunum hjá okkur að búa til ein- hverja stóra markaðsmaskínu og alþjóðlegt söluteymi. Við fórum með það eins langt og við gátum og það hefur auðvitað gengið á ýmsu þessi síðastliðin fimm ár. Það var mikið brölt í tengslum við að fjármagna þetta og svona og þegar við byrjuðum að tala við Jive var nú bara meiningin að koma á samstarfi. “ Og nú halda nördarnir út í hinn stóra heim á vit nýrra ævintýra. Jón Eðvald gerir ráð fyrir að félag- arnir setjist að í San Francisco en höfuðstöðvar Jive eru í Paolo Alto, rétt sunnan við borgina.“ Jón segir vistaskiptin einföld hjá þeim flestum þar sem þeir séu ekki fjölskyldumenn. „Við búum nú svo vel flestir að vera einhleyp- ir. Einn okkar er með fjölskyldu, konu og nýfætt barn, en við hinir sex erum bókstaflega einhleypir og það einfaldar málið töluvert.“ Settur fram á gang í skólanum Jón Eðvald eyddi fyrstu árunum í Sandgerði þar sem hann þótti í meira lagi bráðgert barn. „Þegar ég var átta ára flutti fjölskyldan til Hafnarfjarðar og ég færði mig svo til Reykjavíkur þegar ég byrjaði í MR. Fyrstu kynni mín af atvinnu- lífinu voru í fiski hjá frænda mín- um í Sandgerði þegar ég var tólf ára. Einhvers staðar verður maður að byrja. Þetta var indælt. Ég gisti hjá ömmu og afa og var eitthvað að fást við fiskinn með frændum mín- um. Það er margt verra en það.“ Jón Eðvald varð læs snemma og varð fyrir vikið hálfgerð hornreka í skólanum. „Þetta olli mér eigin- lega vandræðum frekar en hitt og er bæði fyndið og ekki. Mennta- kerfið var kannski ekki alveg tilbúið fyrir mig á þessum árum og ég man að fyrstu tvö árin sem ég var í skólanum í Sandgerði var eiginlega ekki hægt að bera á borð fyrir mig sama kennsluefni og hin- ir krakkarnir voru og læra þannig að ég var settur fram á gang og látinn lesa eitthvað annað. Það var mjög sérstakt.“ Núðlutímabilið að baki Vitaskuld er ekki hægt að sleppa Jóni Eðvald án þess að bera upp hina sígildu íslensku spurningu sem þeir sem njóta velgengni fá alltaf fyrr eða síðar. Ertu orðinn ríkur? „Þetta var nú pínulítið ofsögum sagt í fréttum,“ segir Jón um söluna á CLARA. „Stutta svarið er að ég hef það bara fínt og er svo of- boðslega lánsamur að þurfa líklega ekki að hafa áhyggjur af peningum aftur. Þetta eru mikil viðbrigði fyrir mig hafandi lifað á yfirdrætti, foreldrum mínum og núðlusúpum í svolítið langan tíma. Þetta var basl á meðan við vorum að koma CLARA af stað og fjölskyldan mín hefur svosem aldrei verið neitt sérstaklega efnuð heldur. Þannig að þetta er mikill léttir og jafnvel má segja að ég sé búinn að uppskera meira en ég hefði þorað að vona. “ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Forritaði sig frá núðlusúpum Í sumarbyrjun greiddi bandaríska hugbúnaðar- fyrirtækið Jive Softare dágóða upphæð fyrir íslenska fyrirtækið CLARA. Nokkrir ungir menn stofnuðu sprotafyrirtækið fyrir fimm árum þegar þeim var farið að leiðast í háskólanámi. Frumkvöðl- arnir flytja allir búferlum á næstu mánuðum enda fylgja þeir með í kaup- unum og munu starfa hjá Jive í hinum goðsagnar- kennda Sílíkondal, einu helsta varnarþingi upplýs- ingatækninnar í heiminum. Jón Eðvald Vignisson er einn þessara ungu manna. Hann var fyrsti forritari fyrirtækisins og lagði grunninn að þeim hug- búnaði sem stórlaxarnir úti í heimi vildu tryggja sér með kaupunum. Jón Eðvald og félaga hans langaði að gera eitthvað nýtt og tæknitengt á meðan þeir voru í Háskólanum. Þeir stofnuðu CLARA 2008 og hættu skömmu síðar námi og einhentu sér í reksturinn sem hefur nú skilað þeim því að hugbúnaðarrisinn Jive Software hefur keypt fyrirtækið og þeir eru á leið á vit nýrra tækniævintýra í Sílíkondalnum. Mynd/Hari Þvottavél, tekur mest 6 kg. 1200 sn./mín. WAE 24061SN Tilboð: 69.900 kr. Þvottavél, tekur mest 7 kg. 1400 sn./mín. WAQ 28461SN Tilboð: 109.900 kr. Fullt verð: 139.900 kr. Framlengjum opnunartilboð! Opið virka daga frá kl. 11 - 18 og á laugardögum frá kl. 11 - 16. Þýsk tækni og hugvit. Bosch heimilistækin eru þau mest seldu í Evrópu. Takmarkað magn. Takmarkað magn. 24 viðtal Helgin 12.-14. júlí 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.