Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.07.2013, Side 32

Fréttatíminn - 12.07.2013, Side 32
32 matur Helgin 12.-14. júlí 2013  sítrónur súrar og hollar Þ að sem gerir límonaði svona frískandi er að sjálfsögðu sítrónusafinn og því er sum- arið einmitt tími fyrir sítrónur. Sítrónusafi er oft notaður í drykki en bæði sítrónubörkur og sítrónu- aldin eru mjög vinsæl í matseld og bakstur. Sítrónusafi er oft notaður til að marínera bæði kjöt og fisk þar sem sýran í sítrónunni gerir kjötið meyrara. Sítrónur eru mjög hollar og því ættu flestir að neyta þeirra reglu- lega. Þær eru að sjálfsögðu fullar af C-vítamíni sem vinnur gegn sýkingum og kvefpestum. Sítrónu- safinn hefur bæði hreinsandi áhrif á lifrina sem og góð áhrif á melt- inguna. Sítrónur innihalda auk C- vítamíns meðal annars kalk, kopar, járn, magnesíum, fosfór og trefjar. Flestir ættu því að byrja daginn á því að drekka sítrónuvatn. Hér að neðan eru nokkrar góm- sætar uppskriftir sem innihalda sítrónubörk og sítrónusafa. Sítrónupasta Hráefni 340 g hárpasta (fíngert spagettí) 1/2 bolli furuhnetur 1/4 bolli ólífuolía 3 hvítlauksgeirar, mjög smátt saxaðir 2 matskeiðar rifinn sítrónubörkur sítrónusafi af 1 eða 2 sítrónum (1/4 bolli) 1 matskeið borðsalt 2 bollar stórir tómatar 1/2 bolli ferskar kryddjurtir (basilíka, steinselja, mynta) 1/4 teskeið gróft salt 1/8 teskeið grófmalaður pipar Aðferð 1. Hitið vatn upp að suðu í stórum potti til að sjóða pasta. Á meðan skal rista furuhneturnar á stórri pönnu, gæta þess að hræra þangað til að þær eru orðnar karamellubrúnar, eða 3-5 mínútur. Setjið síðan furuhneturnar í skál. 2. Lækkið hitann á pönnunni og hitið ólífuolíuna. Bætið hvítlauknum við og hrærið oft þangað til hann mýkist og hvít- lauksilmurinn kemur eða um mínútu. Takið pönnuna af hitanum og hellið sítrónuberk- inum og safanum við. Geymið. 3. Þegar vatnið sýður skal bæta 1 mat- skeið af salti og hitið aftur upp að suðu. Bætið pasta við og eldið samkvæmt leiðbeiningum. 4. Takið tvær matskeiðar af suðuvatninu frá. Sigtið pastað vel. Setjið pastað aftur í pottinn. Setjið vatnið og sítrónublönduna yfir pastað og hrærið vel saman. Bætið tómötum, kryddjurtum og furuhnetum við. 5. Kryddið vel með salti og pipar. Berið fram við stofuhita. Uppskriftin er fyrir 6 manns. Bláber með sítrónurjóma Hráefni 110 g af rjómaosti 3/4 bolli fitulítil vanillujógúrt 1 teskeið hunang 2 teskeiðar rifinn sítrónubörkur 2 bollar fersk bláber Aðferð 1. Notið gaffal til þess að mýkja upp rjómaostinn í meðalstórri skál. Bætið jógúrtinu og hunanginu við. Þeytið með rafmagnsþeytara þangað til að blandan er orðin ljós og rjómakennd. Bætið sítrónuberkinum við. 2. Blandið saman til skiptis bláberjum og rjóma í desertglasi eða skál. Ef ekki er borið fram strax má geyma í ísskáp í allt að 8 tíma. Uppskriftin er fyrir 4. Sítrónukubbar Hráefni 1 bolli heilhveiti 1/3 bolli flórsykur 3 matskeiðar maíssterkja 1/4 teskeið salt 3 matskeiðar jurtaolía 2 matskeiðar mjúkt smjör Fylling 1/2 bolli sykur 3 matskeiðar maíssterkja 1/4 teskeið lyftiduft 1/8 teskeið salt 2 stór egg 2/3 bolli vatn 1/3 bolli sítrónusafi Sítrónubörkur til skreytingar Flórsykur til skreytingar Aðferð 1. Hitið ofninn í 175C. Klæðið 20 cm breitt ferkantað bökunarform með álpappir og úðið með olíu. 2. Bökun á deigi: Blandið saman hveiti, flórsykri og 3 matskeiðum af maíssterkju og 1/4 teskeið salts í meðalstóra skál. Blandið saman olíu og smjöri með hönd- unum vel. Blandan verður svolítið laus í sér. Pressið deigið niður í formið. Bakið deigið þangað til að það er orðið brúnt á hliðunum eða 15 til 20 mínútur. 3. Fylling: Þeytið vel sykri, maíssterkju, lyftidufti og 1/8 teskeið í meðalstóra skál. Þeytið eggjum við blönduna. Blandið saman vatni og sítrónusafa. Hellið fyll- ingunni yfir deigið. 4. Bakið í 18-20 mínútur, (miðjan ætti að vera svolítið blaut en mun stífna þegar fyllingin kólnar). 5. Látið kólna við stofuhita í einn og hálfan tíma. Lyftið kökunni varlega úr forminu í heilu lagi með því að halda í álpappírinn. Skerið í 9 ferninga. Skreytið með sítrónu- berki og dreifið flórsykri yfir, rétt áður en það er borið fram. Hvað er meira frískandi en límonaði á heitum sumardegi? Hamraborg – Nóatún 17 – Hr ingbraut – Austurver – Grafarho l t KjúKlingamáltíð fyrir 4 Grillaður kjúklingur – heill Franskar kartöflur – 500 g Kjúklingasósa – heit, 150 g Coke – 2 lítrar* *Coca-Cola, Coke Light eða Coke Zero 1990,- Verð aðeins + 1 flaska af 2 L HOLLIR NAGGAR Krakkarnir elska grænmetisnaggana frá Hälsans Kök. Prófaðu með góðri samvisku. Holl og bragðgóð tilbreyting. INNIHALD Prótein úr soja (35%) og hveiti (15%). Brauðrasp (hveiti og sesam), vatn, jurtaolía, laukur, eggjahvítuduft, hveiti, ger, salt (1,5%), laukduft, maltódextrín, sterkja. KIRKJUTORG 4 … 101 REYKJAVÍK … SÍMI: 571 1822 O P NUM N ÝJ A N S TA Ð UM HE L G IN A …

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.