Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.07.2013, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 12.07.2013, Blaðsíða 32
32 matur Helgin 12.-14. júlí 2013  sítrónur súrar og hollar Þ að sem gerir límonaði svona frískandi er að sjálfsögðu sítrónusafinn og því er sum- arið einmitt tími fyrir sítrónur. Sítrónusafi er oft notaður í drykki en bæði sítrónubörkur og sítrónu- aldin eru mjög vinsæl í matseld og bakstur. Sítrónusafi er oft notaður til að marínera bæði kjöt og fisk þar sem sýran í sítrónunni gerir kjötið meyrara. Sítrónur eru mjög hollar og því ættu flestir að neyta þeirra reglu- lega. Þær eru að sjálfsögðu fullar af C-vítamíni sem vinnur gegn sýkingum og kvefpestum. Sítrónu- safinn hefur bæði hreinsandi áhrif á lifrina sem og góð áhrif á melt- inguna. Sítrónur innihalda auk C- vítamíns meðal annars kalk, kopar, járn, magnesíum, fosfór og trefjar. Flestir ættu því að byrja daginn á því að drekka sítrónuvatn. Hér að neðan eru nokkrar góm- sætar uppskriftir sem innihalda sítrónubörk og sítrónusafa. Sítrónupasta Hráefni 340 g hárpasta (fíngert spagettí) 1/2 bolli furuhnetur 1/4 bolli ólífuolía 3 hvítlauksgeirar, mjög smátt saxaðir 2 matskeiðar rifinn sítrónubörkur sítrónusafi af 1 eða 2 sítrónum (1/4 bolli) 1 matskeið borðsalt 2 bollar stórir tómatar 1/2 bolli ferskar kryddjurtir (basilíka, steinselja, mynta) 1/4 teskeið gróft salt 1/8 teskeið grófmalaður pipar Aðferð 1. Hitið vatn upp að suðu í stórum potti til að sjóða pasta. Á meðan skal rista furuhneturnar á stórri pönnu, gæta þess að hræra þangað til að þær eru orðnar karamellubrúnar, eða 3-5 mínútur. Setjið síðan furuhneturnar í skál. 2. Lækkið hitann á pönnunni og hitið ólífuolíuna. Bætið hvítlauknum við og hrærið oft þangað til hann mýkist og hvít- lauksilmurinn kemur eða um mínútu. Takið pönnuna af hitanum og hellið sítrónuberk- inum og safanum við. Geymið. 3. Þegar vatnið sýður skal bæta 1 mat- skeið af salti og hitið aftur upp að suðu. Bætið pasta við og eldið samkvæmt leiðbeiningum. 4. Takið tvær matskeiðar af suðuvatninu frá. Sigtið pastað vel. Setjið pastað aftur í pottinn. Setjið vatnið og sítrónublönduna yfir pastað og hrærið vel saman. Bætið tómötum, kryddjurtum og furuhnetum við. 5. Kryddið vel með salti og pipar. Berið fram við stofuhita. Uppskriftin er fyrir 6 manns. Bláber með sítrónurjóma Hráefni 110 g af rjómaosti 3/4 bolli fitulítil vanillujógúrt 1 teskeið hunang 2 teskeiðar rifinn sítrónubörkur 2 bollar fersk bláber Aðferð 1. Notið gaffal til þess að mýkja upp rjómaostinn í meðalstórri skál. Bætið jógúrtinu og hunanginu við. Þeytið með rafmagnsþeytara þangað til að blandan er orðin ljós og rjómakennd. Bætið sítrónuberkinum við. 2. Blandið saman til skiptis bláberjum og rjóma í desertglasi eða skál. Ef ekki er borið fram strax má geyma í ísskáp í allt að 8 tíma. Uppskriftin er fyrir 4. Sítrónukubbar Hráefni 1 bolli heilhveiti 1/3 bolli flórsykur 3 matskeiðar maíssterkja 1/4 teskeið salt 3 matskeiðar jurtaolía 2 matskeiðar mjúkt smjör Fylling 1/2 bolli sykur 3 matskeiðar maíssterkja 1/4 teskeið lyftiduft 1/8 teskeið salt 2 stór egg 2/3 bolli vatn 1/3 bolli sítrónusafi Sítrónubörkur til skreytingar Flórsykur til skreytingar Aðferð 1. Hitið ofninn í 175C. Klæðið 20 cm breitt ferkantað bökunarform með álpappir og úðið með olíu. 2. Bökun á deigi: Blandið saman hveiti, flórsykri og 3 matskeiðum af maíssterkju og 1/4 teskeið salts í meðalstóra skál. Blandið saman olíu og smjöri með hönd- unum vel. Blandan verður svolítið laus í sér. Pressið deigið niður í formið. Bakið deigið þangað til að það er orðið brúnt á hliðunum eða 15 til 20 mínútur. 3. Fylling: Þeytið vel sykri, maíssterkju, lyftidufti og 1/8 teskeið í meðalstóra skál. Þeytið eggjum við blönduna. Blandið saman vatni og sítrónusafa. Hellið fyll- ingunni yfir deigið. 4. Bakið í 18-20 mínútur, (miðjan ætti að vera svolítið blaut en mun stífna þegar fyllingin kólnar). 5. Látið kólna við stofuhita í einn og hálfan tíma. Lyftið kökunni varlega úr forminu í heilu lagi með því að halda í álpappírinn. Skerið í 9 ferninga. Skreytið með sítrónu- berki og dreifið flórsykri yfir, rétt áður en það er borið fram. Hvað er meira frískandi en límonaði á heitum sumardegi? Hamraborg – Nóatún 17 – Hr ingbraut – Austurver – Grafarho l t KjúKlingamáltíð fyrir 4 Grillaður kjúklingur – heill Franskar kartöflur – 500 g Kjúklingasósa – heit, 150 g Coke – 2 lítrar* *Coca-Cola, Coke Light eða Coke Zero 1990,- Verð aðeins + 1 flaska af 2 L HOLLIR NAGGAR Krakkarnir elska grænmetisnaggana frá Hälsans Kök. Prófaðu með góðri samvisku. Holl og bragðgóð tilbreyting. INNIHALD Prótein úr soja (35%) og hveiti (15%). Brauðrasp (hveiti og sesam), vatn, jurtaolía, laukur, eggjahvítuduft, hveiti, ger, salt (1,5%), laukduft, maltódextrín, sterkja. KIRKJUTORG 4 … 101 REYKJAVÍK … SÍMI: 571 1822 O P NUM N ÝJ A N S TA Ð UM HE L G IN A …
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.