Fréttatíminn - 12.07.2013, Blaðsíða 42
42 skák og bridge Helgin 12.-14. júlí 2013
skákakademían Framundan er sögulegt heimsmeistaraeinvígi í skák
Vaknar tígrisdýrið?
h eimsmeistarinn okkar, Vishy Anand frá Indlandi, stendur nú í rækilegri naflaskoðun: Hann hefur
teflt eins og berserkur frá áramótum – en
bara í þeim skilningi að hann hefur teflt
mikið. Hann hefur hinsvegar ekki teflt
sérlega vel eða foringjalega. Heimsmeistar-
inn okkar er nefnilega ekki mjög sann-
færandi þessi misserin, og flestir spá því
að Magnus Carlsen fari með öruggan sigur
af hólmi í einvígi þeirra á Indlandi í haust.
Það væri sögulegt – Norðurlönd hafa aldrei
átt heimsmeistarann í skák.
En er óhætt að afskrifa Anand? Hann
er að sönnu hvorki meira né minna en 43
ára, tvöfalt eldri en ungi og tápmikli Norð-
maðurinn. Og það sem meira er: Anand
er kominn niður í 8. sæti heimslistans,
hefur nú 2775 Elo-stig en Carlsen trónir
makindalega á toppnum með 2862. Á milli
þeirra eru Aronian (2813), Caruana (2796),
Grischuk (2788), Karjakin (2784), Kram-
nik (2784) og Nakamura (2775).
Anand hefur teflt á sex skákmótum frá
áramótum, og árangurinn upp og ofan.
Versti skellurinn kom núna í júní, þegar
heimsmeistarinn varð í næstneðsta sæti
á minningarmótinu um Tal í Moskvu. Þar
beið Anand líka herfilegan ósigur gegn
Carlsen, auk þess að tapa fyrir nýju stjörn-
unum, þeim geðþekka Caruana og dramb-
sama Nakamura. Unga kynslóðin virðist
með fantatak á gamla tígrisdýrinu.
En Anand er ekki fæddur í gær. Hann
varð fyrsti stórmeistari Indverja árið 1987
og er sannkölluð þjóðhetja um gjörvallt
Indland. Með afrekum sínum og fordæmi
hefur Anand skapað slíka skákbylgju á
Indlandi – og víðar um Asíu – að þaðan
streyma nú stórmeistarar, skákdrottn-
ingar og undrabörn. Þúsundir taka þátt
í skákhátíðum og Anand er hylltur sem
hetja – enda eini heimsmeistarinn sem
þessi risaþjóð hefur eignast, eftir því sem
næst verður komist.
Í nýlegu viðtali á þeim prýðilega frétta-
vef, chessbase.com, ræddi Anand af miklu
hispursleysi um árangur sinn að undan-
förnu: ,,Það eru mörg tæknileg atriði sem
ég þarf að takast á við. Það má segja að ég
hafi ákveðið að gangast undir eldskírn, sjá
hvar ég stend. Nú hef ég úrslitin og reynsl-
una af þessum skákum til að vinna úr.“
Anand er spurður hvort ekki sé erfitt að
vinna bug á vandamálunum, svo skömmu
fyrir einvígið við Carlsen. Heimsmeistar-
inn svarar: ,,Ég veit það ekki, ef satt skal
segja. Maður verður að leysa vandamálin
eftir megni. Geti maður leyst þau er það
fínt, en takist það ekki hefur maður að
minnsta kosti bætt sig á þessum sviðum og
vonandi lagað einhverja veikleika. Carlsen
hefur sýnt og sannað að hann er magnaður
og hættulegur andstæðingur, svo ég þarf
að leggja hart að mér.“
Hinn 22 ára gamli Carlsen hefur ástæðu
til að vera bjartur og brosandi. Hann er
orðinn auðkýfingur með framkvæmda-
stjóra í fullu starfi, kominn á lista TIME
yfir hundrað áhrifamestu einstaklinga í
heiminum, búinn að slá öll stigamet – og
nú er sjálf krúna heimsmeistarans innan
seilingar.
Carlsen hefur, ólíkt Anand, teflt eins og
sá sem valdið hefur á þessu ári. Vissulega
slysast hann til að tapa inn á milli, og ekki
þykir skákstíllinn sérstaklega töfrandi.
(Hann nær að juða vinning úr ótrúlegustu
stöðum, en á sér – líkt og Anand – stóran
hóp aðdáenda um allan heim.) Carlsen
vann frækinn sigur í Wijk aan Zee í janúar,
var einum og hálfum vinningi á undan
Aronian, og sigraði svo með naumindum
á hinu epíska áskorendamóti í London í
mars. Carlsen varð svo að sætta sig við 2.
sæti á fyrsta ofurskákmótinu sem haldið
hefur verið í heimalandi hans, Noregi.
Þar stal Karjakin senunni, og minnti á þá
staðreynd að Carlsen er ekki eina undra-
barn sinnar kynslóðar. (Karjakin varð
stórmeistari 12 ára og 7 mánaða, yngstur
allra í sögunni). Á minningarmótinu um
Tal í Moskvu var Carlsen aftur í 2. sæti, en
vann sérlega sætan sigur á Anand, eins og
áður er nefnt.
Carlsen hefur ógnarstórt batterí á bak
við sig. Sagt er að tölvuklasinn sem hann
notar við rannsóknir kosti 50 milljónir. Og
hann er ekki einn að gaufa: Sjálfur Gary
Kasparov verður aðstoðarmaður Carlsens
í einvíginu. Þar að auki náði Carlsen til
sín danska stórmeistaranum Peter-Heine
Nielsen – sem áður var aðstoðarmaður
Anands.
Hvað hefur Anand, fyrir utan stuðning
1.210 milljón Indverja og ótal annarra um
allar jarðir? Hann hefur meiri reynslu af
því að kljást í einvígi en nokkur annar
meistari okkar tíma. Hann hefur lagt
Kramnik, Topalov og Gelfand í glímu
um hásætið í skákheiminum. Þegar upp
er staðið, mun þetta snúast um hugar-
far. Indverska tígrisdýrið hefur verið full
værukært að undanförnu. Skákunnendur
hljóta að vona að gamall blóðþorsti – nú
eða snilldarneistar – vakni hjá Anand
þegar Magnus Carlsen stígur fæti á ind-
verska jörð í nóvember. Gleymum því ekki
að skákin fæddist á Indlandi, þar er vagga
hennar. Anand hlýtur að leggja líf sitt og
sál í að verja krúnuna.
s pil dagsins er frá bikarleik VÍS-sveit-arinnar (núverandi Íslandsmeistara í sveitakeppni) og Skákfjelagsins sem
fór 159-73 fyrir þá fyrrnefndu. Lokasamn-
ingurinn var sá sami á báðum borðum, 6
tíglar í norður. Birtar eru sagnir á borði
Hlyns. Opnun vesturs var multi-sagnvenja,
veik opnun með 6 spil í öðrum hvorum há-
litanna. Hlynur valdi dobl, 2 hjörtu voru leit-
andi og suður sýndi spilagildi sinnar handar
með því að stökkva í 3 spaða. Hlynur ákvað
þá að spyrja um ása, fékk tvo og valdi 6 tígla
sem lokasamning. Sagnhafi á hinu borðinu
fékk út einspilið í hjarta eftir svipaðar sagn-
ir, drap á ás, tók eitt sinn tromp, reyndi síðan
hjartakóng sem var trompaður og sagnhafi
gat ekki staðið spilið eftir það. Hlynur Ang-
antýsson úr sveit VÍS var sagnhafi á hinu
borðinu og hann fékk sama útspil.
Austur suður vestur norður
Pass pass 2 ♦* dobl
2 ♥* 3 ♠ pass 4G
Pass 5 ♥* pass 6 ♦
p/h
Hann sá að útspilið hlaut að vera einspil
(öruggt eftir sagnir), drap á ás, tók trompin
af andstöðunni og spilaði spaða á níuna.
Vestur átti slaginn á tíuna og spilaði sig út
á laufkóng og Hlynur trompaði sig heim
á lauf. Hlynur spilaði þá öllum trompum
sínum og vestur, sem varð að halda valdi
á hjarta, varð að fara niður á blankan
spaðakóng. Þó tók Hlynur hjartakóng og
þá var komið að austri að kveljast. Hann
varð að halda valdi á lauflitnum og varð að
fara niður á spaðadrottningu blanka. Þar
með var spaðaliturinn frír og samningur-
inn vannst.
Keflvíkingar sigurvegarar
Landsmót UMFÍ var haldið dagana 5.-7.
júlí á Selfossi. Sextán sveitir öttu þar kappi
og voru þar margir af sterkustu spilurum
landsins meðal þátttakenda. Sveit Keflavík-
ur-Íþrótta og ungmennafélags tók snemma
forystuna og hélt henni til loka. Sveit Íþrótta-
bandalags Reykjavíkur varð að sætta sig við
annað sætið. Lokastaða efstu sveita varð
þannig:
1. Keflavík - Íþrótta og Ungmennafélag 279
2. Íþróttabandalag Reykjavíkur 266
3. Héraðssamband Þingeyinga 261
4. Héraðssamband Vestfirðinga 250
5. Héraðssambandið Skarphéðinn -B 246
Spilarar í sveit Keflavíkur voru: Einar Jóns-
son, Hjálmtýr Baldursson, Guðjón Svavar
Jensson, Jóhannes Sigurðsson, Karl Her-
mannsson og Karl G. Karlsson. Hjálmtýr
Baldursson var efstur í bötlerútreikningi
mótsins með 1,22 impa að meðaltali í spili,
Jóhannes Sigurðsson var með 1,10 impa að
meðaltali í öðru sæti, Sveinn Rúnar Eiríks-
son-Erlendur Jónsson 0,95 impa, Grettir Frí-
mannsson-Pétur Guðjónsson 0,82 impa og
Magnús E. Magnússon-Guðmundur Hall-
dórsson 0,71 impa.
Jöfn og mikil þátttaka í sumarbridge
Alls mættu 34 pör miðvikudagskvöldið 3. júlí
í sumarbridge og var keppni hörð um fyrsta
sætið. Bræðurnir Árni og Oddur Hannes-
synir höfðu nauman sigur í lokin, naumlega
á undan Hauki Ingasyni og Helga Sigurðs-
syni. Lokastaða 5 efstu para varð þannig:
1. Oddur Hannesson - Árni Hannesson 62,7%
2. Haukur Ingason - Helgi Sigurðsson 62,1%
3. Guðlaugur Sveinsson - Guðrún Jörgensen 60,9%
4. Hafliði Baldursson - Árni Guðbjörnsson 58,0%
5. Ólöf Thorarensen - Gunnar B Helgason 57,3%
Mánudagskvöldið 8. júlí voru pörin 30. Þar
höfðu næsta öruggan sigur Unnar Atli Guð-
mundsson og Jón Halldór Guðmundsson
sem unnu með glæstu skori. Lokastaða 5
efstu para varð þannig:
1. Unnar A. Guðmundsson - Jón H. Guðmundsson 66,8%
2. Gabríel Gíslason - Sigurður Jón Björgvinsson 64,2%
3. Erla Sigurjónsdóttir - Esther Jakobsdóttir 58,2%
4. Hermann Friðriksson - Ingólfur Hlynsson 57,3%
5. Ísak Örn Sigurðsson - Rúnar Einarsson 56,9%
1. Bergur Reynisson - Stefán Stefánsson 69,8%
2. Ólöf Þorsteinsdóttir - Vilhjálmur Sigurðsson jr 59,1%
3. Halldór Svanbergsson - Brynjar Jónsson 56,1%
4. Oddur Hannesson - Unnar Atli Guðmundsson 54,8%
bridge margir aF sterkustu spilurunum á landsmótinu á selFossi
Þvingun á báðar hendur
♠ 82
♥ ÁKD5
♦ ÁKDG65
♣ 5
♠ ÁG932
♥ 42
♦ 109
♣ Á1082
♠ K106
♥ G109863
♦ 432
♣ K
♠ D74
♥ 7
♦ 87
♣ DG97643
N
S
V A
Anand og Carlsen tefla heimsmeistaraeinvígi í
haust. Flestir veðja á Carlsen – en enginn skyldi
afskrifa indverska heimsmeistarann.
Hlynur Angantýsson, sagnhafi í spili dagsins,
er hér að spila á Íslandsmótinu í sveitakeppni í
Perlunni í aprílmánuði. Gísli Steingrímsson er
áhugasamur áhorfandi og sést í bakið á Stefáni
Jóhannessyni. Mynd Árni Sverrisson